Shehbaz Sharif

Forsætisráðherra Pakistans

Mian Muhammad Shehbaz Sharif (f. 23. september 1951) er pakistanskur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Pakistans.

Shehbaz Sharif
شہباز شریف
Shehbaz Sharif árið 2017
Forsætisráðherra Pakistans
Núverandi
Tók við embætti
3. mars 2024
ForsetiArif Alvi
ForveriAnwar ul Haq Kakar (starfandi)
Í embætti
11. apríl 2022 – 14. ágúst 2023
ForsetiArif Alvi
ForveriImran Khan
EftirmaðurAnwar ul Haq Kakar (starfandi)
Persónulegar upplýsingar
Fæddur23. september 1951 (1951-09-23) (72 ára)
Lahore, Pakistan
StjórnmálaflokkurMúslimabandalag Pakistans (N)
MakiBegum Nusrat (g. 1973)
Tehmina Durrani (g. 2003)
Börn4
HáskóliGovernment College University, Lahore
StarfStjórnmálamaður

Shehbaz Sharif er yngri bróðir Nawaz Sharif, sem hefur þrisvar verið forsætisráðherra Pakistans. Shehbaz, sem þá var forsætisráðherra í Púnjab-héraði, tók við af Nawaz sem leiðtogi Múslimabandalagsins (N) eftir að Nawaz var leystur úr embætti vegna meints fjármálamisferlis þegar nafn hans birtist í Panamaskjölunum árið 2016.[1] Shehbaz Sharif leiddi Múslimabandalagið í þingkosningum ársins 2018, þar sem flokkurinn tapaði fyrir Réttlætishreyfingu Imrans Khan.[2]

Í apríl 2022 samþykkti stjórnarandstaðan vantrauststillögu gegn Imran Khan eftir að Réttlætishreyfingin missti þingmeirihluta sinn vegna liðhlaupa.[3] Shehbaz Sharif var í kjölfarið kjörinn nýr forsætisráðherra af þinginu.[4][5][6]

Tilvísanir breyta

  1. Oddur Stefánsson (13. ágúst 2017). „Ísland austursins“. Kjarninn. Sótt 12. apríl 2022.
  2. Þórgnýr Einar Albertsson (26. júlí 2018). „Stormasamri kosningabaráttu nú lokið“. Fréttablaðið. bls. 10.
  3. Viktor Örn Ásgeirsson (9. apríl 2022). „For­sætis­ráð­herra Pakistan steypt af stóli“. Vísir. Sótt 10. apríl 2022.
  4. Bjarni Pétur Jónsson (10. apríl 2022). „Sharif tekur við forsætisráðherraembættinu á morgun“. RÚV. Sótt 12. apríl 2022.
  5. Ásgeir Tómasson (11. apríl 2022). „Nýr forsætisráðherra í Pakistan“. RÚV. Sótt 12. apríl 2022.
  6. Atli Ísleifsson (11. apríl 2022). „Bróðir fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra nýr for­sætis­ráð­herra“. Vísir. Sótt 12. apríl 2022.


Fyrirrennari:
Imran Khan
Forsætisráðherra Pakistans
(11. apríl 202214. ágúst 2023)
Eftirmaður:
Anwar ul Haq Kakar
(starfandi)
Fyrirrennari:
Anwar ul Haq Kakar
(starfandi)
Forsætisráðherra Pakistans
(3. mars 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


   Þessi stjórnmálagrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.