Setmyndunarumhverfi

Setmyndunarumhverfi lýsir setmyndunaraðstæðum, oft tengdum tilteknu landslagsformi, þar sem ákveðin eðlis-, efna- og líffræðileg ferli ríkja. Hvert setmyndunarumhverfi felur í sér ákveðna uppröðun setlaga í svo kallaðar ásýndaraðir og er því mögulegt að greina fornt setmyndunarumhverfi út frá uppbyggingu þeirra. Þannig er hægt að bera kennsl á tilurð setlagasyrpu þótt hún sé ekki lengur staðsett í sínu upprunalega setmyndunarumhverfi.

Sístöðuhyggjan, sem kom fram með skosku upplýsingunni, er mikilvægur grundvöllur greiningar á setmyndunarumhverfum, en samkvæmt henni er nútíminn lykillinn að fortíðinni. Við getum því dregið þá ályktun að þau setmyndunarumhverfi, sem við sjáum núna á jörðinni, hafi líka verið til fyrr í jarðsögunni.

Flokkun setmyndunarumhverfaBreyta

Setmyndunarumhverfi á jörðinni eru gjarnan flokkuð í þrennt eftir því hvort þau eru á landi, í hafi eða á strandsvæðum. Hvert setmyndunarumhverfi getur haft eitt eða fleiri undirumhverfi.

LandsvæðiBreyta

StrandsvæðiBreyta

HafsvæðiBreyta