Serial Mom (Íslenska: Fjöldamóðir) er bandarísk kvikmynd frá árinu 1994 í leikstjórn John Waters. Aðalleikarar myndarinnar eru þau Kathleen Turner sem leikur eiginkonuna, Sam Waterston sem leikur eiginmann hennar og Rick Lake og Matthew Lillard leika son þeirra og dóttur.

Myndin fjallar um hina fullkomnu amerísku fjölskyldu: hina ráðagóðu húsmóður og föðurinn sem er tannlæknir með góðan rekstur. Dóttur þeirra er í háskóla og á við strákavandamál að stríða og sonurinn er að klára menntaskólann og er snokinn fyrir hryllings- og spennumyndir. Við fyrstu sýn virðist allt vera gott og blessað. Móðirin gerir allt til að vernda fjölskyldu sína og til að tryggja hamingju hennar. Hún er þó ekki öll þar sem hún er séð. Kennari sonarins hverfur allt í einu eftir að hann hafði mælt með sálfræðimeðferð fyrir soninn, kærasti dótturinnar finnst látinn eftir að honum láðist að hringja í hana eins og hann lofaði. Einn af sjúklingum föðurins gleymdi að nota tannþráð og þarf að lokum að gjalda þeirra mistaka...

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.