Sarah Bernhardt
Sarah Bernhardt (22. október 1844 – 26. mars 1923) var frönsk leikkona sem hefur oft verið nefnd „frægasta leikkona í heimi“. Hún hóf feril sinn sem leikkona árið 1862 sem nemi við franska kómedíuleikhúsið í París. Henni gekk þó ekki vel í fyrstu og hætti og gerðist fylgdarkona árið 1865. Á 8. áratugnum varð hún fræg fyrir frammistöðu sína í leikhúsum Evrópu og varð brátt eftirsótt bæði þar og í New York-borg. Hún var einkum fræg fyrir alvarleg dramatísk hlutverk og fékk viðurnefnið „hin guðdómlega Sarah“.
Hinn virti matreiðslu meistari August Escoffier nefndi rétt úr jarðaberjum og ananas henni til heiðurs.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Söruh Bernhardt.