Sannkjör eru þau skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til þess að staðhæfing geti talist sönn. Ísland þarf til dæmis að vera eyja til þess að staðhæfingin „Ísland er eyja“ geti talist sönn og til þess að staðhæfingin „Ísland er stærra en Grænland“ geti talist sönn þarf Ísland að vera stærra en Grænland.

Bandaríski heimspekingurinn Donald Davidson hefur sett fram þá kenningumerking staðhæfingar sé fólgin í því að þekkja sannkjör hennar. Samkvæmt þessu skilur maður staðhæfingu ef og aðeins ef maður veit hvernig heimurinn þyrfti að vera til þess að hún gæti talist sönn. Á hliðstæðan máta má segja að maður skilji spurningu og skipun ef og aðeins ef maður veit hvaða upplýsingar þyrftu að koma fram til að svara spurningunni og hvað þyrfti að gera til þess að hlýða skipuninni.

Tengt efni breyta

   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.