Súdanska karlalandsliðið í knattspyrnu

Súdanska karlalandsliðið í knattspyrnu er fulltrúi Súdan í knattspyrnu og er stjórnað af knattspyrnusambandi landsins. Liðið hefur aldrei komist í úrslitakeppni HM en fór með sigur af hólmi í Afríkukeppninni árið 1970 á heimavelli.

Súdanska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
GælunafnRitarafuglarnir
Íþróttasamband(Arabíska: الإتحاد السوداني لكرة القدم) Knattspyrnusamband Súdan
ÁlfusambandCAF
ÞjálfariBurhan Tia
FyrirliðiSalah Nemer
LeikvangurKhartoum leikvangurinn
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
120 (19. september 2024)
74 (des. 1996)
164 (júlí 2017)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
5-1 gegn Eþíópíu, 13. maí 1956.
Stærsti sigur
15-0 gegn Múskat og Óman, 2. sept. 1965.
Mesta tap
0-8 gegn Suður-Kóreu, 10. sept. 1979.

Knattspyrnusamband Súdan var stofnað árið 1936 og er því eitt elsta slíka sambandið í Afríku, en knattspyrna hafði borist til landsins með Bretum í upphafi tuttugustu aldar. Árið 1948 gerðist sambandið aðili að FIFA og deildarkeppni var komið á laggirnar í höfuðborginni Kartúm og næsrsveitum árið 1952. Fyrsti landsleikurinn fór fram árið 1956 gegn Eþíópíu og lauk honum með 5:1 sigri.

Árið eftir var Súdan meðal stofnenda Knattspyrnusambands Afríku og gestgjafar í fyrstu Afríkukeppninni þar sem Súdanir töpuðu sínum fyrsta og eina leik.

Álfumeistarar 1970

breyta

Súdanir voru í hópi sterkustu knattspyrnuþjóða Afríku næstu fimmtán árin og höfðu þá á að skipa fjölda öflugra leikmanna. Liðið freistaði þess að komast á á HM í Svíþjóð 1958 og stefndi í úrslitaleik við Ísrael um að vera fulltrúi Afríku og Asíu á mótinu, en þar sem Súdan viðurkenndi ekki tilvist Ísraelsríkis neyddist knattspyrnusambandið til að gefa leikinn.

Í Afríkukeppnunum 1959 og 1963 hafnaði Súdan í öðru sæti. Þegar mótið var haldið á ný í Súdan árið 1970 varð liðið Afríkumeistari í fyrsta sinn. Tveimur árum síðar tók Súdan þátt í knattspyrnukeppni ÓL í München 1972, en tapaði öllum þremur leikjunum.

Þegar komið var fram á áttunda áratuginn tók Súdan að dragast aftur úr á knattspyrnusviðinu. Liðið komst ekki í úrslit Afríkukeppninnar á milli 1976 og 2008. Súdanska liðið hefur sömuleiðis aldrei verið nærri því að komast í úrslitakeppni HM.