Sólflúru (fræðiheiti: Solea solea) er flatfiskur af sólflúruætt.

Sólflúra

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Flatfiskar (Pleuronectiformes)
Ætt: Sólflúruætt (Soleidae)
Ættkvísl: Solea
Tegund:
S. solea

Tvínefni
Solea solea
(Linnaeus, 1758)

Útbreiðsla

breyta

Sólflúran lifir í Austur-Atlantshafi frá suðurhluta Noregs suður til Senegal í Afríku. Í nánast öllu Miðjarðarhafi og allt að suðvesturhluta Svartahafs. Á veturnar leitar hún í hlýrri sjó í suðurhluta Norðursjávar. Hún hefur aldrei fundist á Íslandsmiðum svo vísindilega staðfest sé en erlend skip hafa tilkynnt smá afla.

Útlit

breyta

Sólflúran er fremur smár flatfiskur, algeng stærð er 15 til 45 sentimetrar en getur orðið allt að 70 sentimetrar og hrygnan er iðulega stærri en hængurinn. Til eru dæmi um að sólflúra hafi náð 40 ára aldri og hún verður kynþroska fremur seint eða um 3 til 5 ára aldur. Hún er fremur langvaxin rauðbrún á framhlið og hvít á bakhlið.

Lifnaðarhættir

breyta

Hún heldur sig í sand og leirbotnum og fyrsta árið heldur hún sig á litlu dýpi, frá sjávarmáli niður á 50 metra dýpi en þegar hún eldist fer hún niður á allt að 300 metra dýpi.

Fæðan hennar er að mestu botnhryggleysingjar, til dæmis burstaormar og smákrabbadýr og smáfiskar. Hún veiðir sér til matar á næturnar og hálf grefur sig í sandinn/leirinn yfir daginn.

Hrygnan hrygnir um það bil 350 þúsund eggjum á 30 metra dýpi nálægt strandlengju. Hrygning og frjóvgun á sér stað í +10 -1 5° selsíus heitum sjó. Eggið klekst út á 7 - 8 dögum eftir frjóvgun. Seiði halda sig nokkurn veginn sér á sama svæði eftir að klak á sér stað. Merkingar á fiskum hafa ýtt undir þá tilgátu að Sólflúran leiti aftur og aftur á sama hrygningarsvæði.

Veiðar

breyta

Sólflúran þykir góður matfiskur og er oft á boðstólnum á betri veitingahúsum í Evrópu. Þær þjóðir sem veiða einna mest af Sólflúru eru Hollendingar og Frakkar. Veiðin undanfarin ár hefur verið um 40 þúsund tonn á heimsvísu. Við veiðar á Sólflúru er mest notuð botnvarpa en eitthvað er um að notast sé við net og þá sérstaklega meðfram strandlengjunni á hrygningartímum en þá leitar fiskurinn á grynnri svæði.

Staða stofnsins

breyta

Samkvæmt ráðgjöf ICES frá 2012 varðandi helstu veiðisvæði í Norður-Evrópu en utan Miðjarðarhafs virðist koma fram að veiðin sé í flestum tilvikum komin niður undir mörk sjálfbærni og þar sem hún er ekki kominn niður fyrir mörkin eins og til dæmis í Norðursjó þá er hún aðeins rétt fyrir ofan viðmiðunarmörk en við dönsku innhöfin hefur hún oft farið undir mörk sjálfbærni og því um ofveiði að ræða. Þar sem Sólflúran verður ekki kynþroska fyrr en á aldrinu 3 til 5 ára þá má búast við að ástandið fari ekki batnandi.

Varðandi veiðar á sólflúru í Miðjarðarhafi virðist sem fiskveiðistjórnun í Miðjarðarhafinu sé ekki mjög góð og litlar upplýsingar að finna um stöðu stofnsins. Þar sem þar er einnig verið að veiða frekar smáa fiska, bendir það til þess að þar sé stofninn kominn undir mörk sjálfbærni, eins og á öðrum svæðum þar sem Sólflúruna er að finna.

Umhverfissamtökin Grænfriðungar hafa sett Sólflúru á The RED LIST, en þar fara tegundir sem þeir telja að séu í hættu af ofveiði. Samkvæmt þeirra heimildum þá er ástandið betra við Danmörku og vestur Ermasund en mun verra í Norðursjó, austur Ermasund og við írska hafið. Þetta virðist ekki vera í samræmi við þær upplýsingar, sem minnst var á hér að ofan, sem ef til vill tengist mismunandi rannsóknaniðurstöðum og/eða heimildum. Hins vegar er ljóst að ekki er heppilegt að auka veiði á tegundum, sem Grænfriðungar telja vera í útrýmingarhættu vegna ýmissa aðgerða sem þeir geta gripið til varðandi fiskmarkaði.

Heimildir

breyta