Sámur frændi (enska: Uncle Sam) er táknmynd Bandaríkjanna og oftast nær bandaríska ríkisins. Persónugervingur þessi kom fyrst fram í stríðinu 1812 og fyrsta myndin af honum birtist árið 1852. Hin fræga mynd af Sámi frænda á herkvaðningarveggspjaldi J.M. Flaggs sem var gert 1917: I want YOU for U.S.Army, byggðist á andliti Flaggs sjálfs og tónlistarmannsins Walter Bottts. [1]

Herkvaðningarveggspjald J. M. Flaggs frá 1917 sem byggðist á veggspjaldi Lord Kitcheners

Tilvísanir breyta

  1. Sámur frændi fyrir 25 dali; grein í Vísi 1971