Rannsóknastofnun iðnaðarins
Rannsóknastofnun iðnaðarins var rannsóknastofnun sem komið var á 1965 þegar atvinnunefnd Háskóla Íslands var skipt í fimm rannsóknastofnanir. Rannsóknastofnun iðnaðarins fékkst við efnafræði- og gerlafræðirannsóknir, og rannsóknir á sviði véla og tækni. Stofnunin heyrði undir Rannsóknaráð Íslands og iðnaðarráðuneyti Íslands. Árið 1971 flutti stofnunin í nýtt húsnæði í Keldnaholti.[1]
Árið 1978 var Rannsóknastofnun iðnaðarins sameinuð Iðnþróunarstofnun og Iðnaðarmálastofnun í Iðntæknistofnun sem tók við húsnæðinu í Keldnaholti. Árið 2007 var Iðntæknistofnun sameinuð Rannsóknastofnun landbúnaðarins og varð Nýsköpunarmiðstöð Íslands.[2] Nýsköpunarmiðstöðin var síðan lögð niður árið 2021.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Saga og uppruni“. Iðntæknistofnun.
- ↑ „Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekin til starfa“. mbl.is. 1.8.2007.
- ↑ Sunna Sæmundsdóttir (15.4.2021). „Samþykkt að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður“. Vísir.is.