Rannsóknastofnun iðnaðarins

Rannsóknastofnun iðnaðarins var rannsóknastofnun sem komið var á 1965 þegar atvinnunefnd Háskóla Íslands var skipt í fimm rannsóknastofnanir. Rannsóknastofnun iðnaðarins fékkst við efnafræði- og gerlafræðirannsóknir, og rannsóknir á sviði véla og tækni. Stofnunin heyrði undir Rannsóknaráð Íslands og iðnaðarráðuneyti Íslands. Árið 1971 flutti stofnunin í nýtt húsnæði í Keldnaholti.[1]

Árið 1978 var Rannsóknastofnun iðnaðarins sameinuð Iðnþróunarstofnun og Iðnaðarmálastofnun í Iðntæknistofnun sem tók við húsnæðinu í Keldnaholti. Árið 2007 var Iðntæknistofnun sameinuð Rannsóknastofnun landbúnaðarins og varð Nýsköpunarmiðstöð Íslands.[2] Nýsköpunarmiðstöðin var síðan lögð niður árið 2021.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Saga og uppruni“. Iðntæknistofnun.
  2. „Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekin til starfa“. mbl.is. 1.8.2007.
  3. Sunna Sæmundsdóttir (15.4.2021). „Samþykkt að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður“. Vísir.is.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.