Rósa (Sjálfstætt fólk)

Rósa er persóna í bókinni Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, og er hún fyrsta kona Bjarts í Sumarhúsum. Hún deyr við það að fæða dóttur sína Ástu Sólliju, sem hún hafði eignast með Ingólfi en Bjartur ól hana samt upp. Hún er talin vera með hjartveiki, og félagsfælni eftir því sem að líður á söguna. Hún felur sig þegar fólk kemur í heimsókn sérstaklega þegar Ingólfur er með í för. Heilsa hennar fer hrörnandi og hún sofnar mjög mikið á afskekktum stöðum, gæti það talið til þess að hún henti (gaf) ekki Gunnvör stein þegar hún fór þar frammhjá eða hvort að það væri Bjarti að kenna, vegna einræðisherravalds hans.

  Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.