Ríkislögmaður er embætti á vegum íslenska ríkisins sem fer með rekstur dómsmála fyrir ríkið og stofnanir þess.

Lög um embætti ríkislögmanns voru samþykkt á Alþingi árið 1985 en embættið tók formlega til starfa 1. janúar 1986. Í upphafi heyrði embættið undir fjármálaráðuneytið og heyrir nú undir forsætisráðuneytið.[1]

Núverandi ríkislögmaður er Fanney Rós Þorsteinsdóttir hæstaréttarlögmaður og tók hún við embættinu 28. febrúar 2022.[2]

Ríkislögmenn breyta

Gunnlaugur Claessen (1986-1994)

Jón G. Tómasson (1994-1999)[3]

Skarphéðinn Þórisson (1999-2011)[4]

Einar Karl Hallvarðsson (2011-2022)[5]

Fanney Rós Þorsteinsdóttir (2022- )[2]

Tenglar breyta

Lög um ríkislögmann nr. 51/1985 (sótt 2. nóvember 2019)

Heimasíða embættis ríkislögmanns (sótt 2. nóvember 2019)

Tilvísanir breyta

  1. Rikislogmadur.is, „Um embættið“, (skoðað 2. nóvember 2019)
  2. 2,0 2,1 „Fanney Rós skipuð ríkislögmaður“. www.stjornarradid.is. Sótt 20. ágúst 2023.
  3. „Hlakka til að takast á við embætti ríkislögmanns“, Morgunblaðið, 27. september 1994 (skoðað 2. nóvember 2019)
  4. „Lögfræðiskrifstofa ríkisins í einkamálum“, Morgunblaðið, 1. apríl 1999 (skoðað 2. nóvember 2019)
  5. „Einar Karl skipaður ríkislögmaður“. www.vb.is. Sótt 20. ágúst 2023.