Ríkið (sjónvarpsþættir)

Ríkið voru íslenskir gamansjónvarpsþættir sýndir á Stöð 2, haustið 2008. Þættirnir byggðust upp á stuttum sketsum sem gerðust á skrifstofu. Þættirnir voru frá þeim sömu og gerðu Fóstbræður, Svínasúpuna og Stelpurnar en þrátt fyrir það urðu þættirnir ekki vinsælir. Stundum eru þættirnir taldir vera vanmetnustu þættir Íslandssögunar[1]. Þættirnir eru oft taldir vera íslenska útgáfan af The Office.

Með aðalhlutverk fóru Auðunn Blöndal, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Víkingur Kristjánsson, Sverrir Þór Sverrisson, Inga María Valdimarsdóttir, Vignir Rafn Valþórsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Benedikt Erlingsson og Eggert Þorleifsson. Höfundar handrits voru Árni Jón Sigfússon, Auðunn Blöndal, Jóhann Ævar Grímsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Reyndal, Reynir Hjálmarsson, Sigurjón Kjartansson (sem einnig sá um yfirumsjón handrits), Silja Hauksdóttir, Sverrir Þór Sverrisson, Þorsteinn Bachmann og Þrándur Jensson. Tónlist var samin af Barða Jóhannsyni og leikstjóri var Silja Hauksdóttir.

Framhald

breyta

Árið 2019 lýsti Auðunn Blöndal yfir áhuga á annari þáttaröð af Ríkinu á Twitter, en karakter hans (Sighvatur) birtist einnig í grínþáttunum Steypustöðin (2017-2018).

Tilvísanir

breyta
  1. Nútíminn (10. janúar 2019). „Sex atriði sem sýna að Ríkið eru vanmetnustu þættir Íslandssögunnar: „Það er eitt bris á mann, allir með bris". Nutiminn.is. Sótt 20. ágúst 2020.