Qantas Airways Limited er þjóðarflugfélag Ástralíu og stærsta ástralska flugfélagið ef miðað er við stærð flugflota og fjölda alþjóðlegra áfangastaða. Qantas er þriðja elsta starfandi flugfélag heims, á eftir KLM og Avianca. Það var stofnað 16. nóvember árið 1920. Farþegaflug til erlendra áfangastaða hófst í maí 1935. Nafnið er upphaflega skammstöfun fyrir Queensland and Northern Territory Aerial Services. Flugfélagið er stundum kallað „kengúran fljúgandi“. Heimaflugvöllur félagsins er Sydneyflugvöllur.

Boeing 737-800 frá Qantas á Sydneyflugvelli í Ástralíu.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.