Prince George er stærsta borg í norður Bresku Kólumbíu, Kanada með tæpa 80.000 íbúa (2019). Hún liggur við mót Fraser- og Nechako-fljótanna.

Prince George.
Loftmynd.

Simon Fraser, landkönnuður, stofnaði þar verslunarstað fyrir skinn árið 1807 og nefndi hann eftir Georg 3. bretakonungi. Árið 1914 voru lestarteinar fulllagðir að Prince George. Eftir seinni heimsstyrjöld varð timburiðnaður mikilvægur staðnum.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Prince George, British Columbia“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. sept. 2019.