Frumtöluskítandi björninn

Frumtöluskítandi björninn (finnska: Alkulukuja Paskova Karhu) er vefhreyfimynd af birni sem skítur frumtölum. Klippan var búin til af Finna árið 2001. Hún er knúin af vefforritunarmálinu JavaScript og er ætluð til skemmtunar.

Björninn hefur átt talsverðu fylgi að fagna á Internetinu og hefur náð nokkurs konar költstöðu. Gestir á vefsíðu bjarnarins keppast við að finna hæstu frumtöluna sem björnin getur skitið áður en minnið í tölva|tölvunni klárast. Einnig er til spjallrás tileinkuð Frumtöluskítandi birninum og aðrar vefmyndir hafa verið gerðar eftir honum, til dæmis Frumtöluskítandi Goatse.cx maðurinn.

Tenglar breyta