Pommern-bókasafnið í Szczecin
(Endurbeint frá Pommern-bókasafn í Szczecin)
Pommern-bókasafn í Szczecin (pólska: Książnica Pomorska im. Stanisława Staszica w Szczecinie) er pólskt bókasafn í Szczecin, það stærsta í Vestur-Pommern. Bókasafnið er staðsett á Podgorna stræti í Szczecin.
Bókasafnið geymir um 1,5 milljón bóka- og tímaritstitla. Síðan 2009 hefur bókasafnið einnig rekið stafrænt bókasafn á netinu.