Polýkleitos
(Endurbeint frá Polykleitos)
Polýkleitos var grískur myndhöggvari sem uppi var á 5. öld f.Kr.
Hann var einn markverðasti listamaður klassíska tímans og sérhæfði sig í gerð bronsmynda. Polýkleitos bjó til mælikvarða á hlutföll mannslíkamans sem hafði mikla þýðingu fyrir seinni tíma höggmyndalist. Hann skrifaði einnig fræga kennslubók í myndhöggvaralist sem nefndist Kanon. Meðal þekktustu verka Polýkleitosar er Doryforos Spjótberinn sem til er í rómverskum eftirmyndum úr marmara, m.a. í Museo Nazionale í Napólí og verk hans Diadumenos eða Drengur með ennishlað.