Poecilia latipinna er fisktegund af ættinni Poecilia (mollí). Hann lifir í ferskvatni, ísöltu vatni og saltvatni frá ströndum Norður-Karólínu til Júkatanskaga. Hann hefur verið fluttur meðal annars til Kaliorníu og Nýja-Sjálands. Fiskarnir fela sig við bakka og gróður og eru þolnir í súrefnissnauðu og saltmiklu umhverfi. Kvenfiskarnir eru aðeins stærri og karlarnir litskærari. Kvenfiskarnir gjóta oftsinnis á ári, jafnvel hundruðum seiða. Stærð fiskanna er iðulega frá 0,5-3 sm. Fæða er þörungar, lindýr og skordýralirfur.

Poecilia latipinna

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Tannkarpar (Cyprinodontiformes)
Ætt: Poeciliidae
Ættkvísl: Poecilia
Tegund:
P. latipinna

Poecilia latipinna er smágerður fiskur og á sér marga náttúrulega óvini: fiska, froskdýr, krókódíla, skriðdýr, fugla, spendýr og stór skordýr.

Heimild breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist