Plássið undir Jökli

Plássið undir Jökli er frístundaþorp sem skipulagt var á Hellnum á Snæfellsnesi árið 2004. Skipulagt var 30 hektara svæði og var áætlað að reisa allt að 200 íbúðarhús auk verslana, lista og handverksgallería. Ætlunin var að byggja upp þorp með sama nafni og gamla fiskiþorpið hét þegar útræði var stundað frá Hellnum og þar voru margar þurrabúðir.

Frístundaþorpið á Hellnum árið 2009.

Húsin eru timburhús, heilsárshús sem flutt voru inn frá Noregi. Alls voru reist átta hús með mismunandi lagi.

Heimild breyta