Pinus quadrifolia, er furutegund ættuð frá syðsta hluta Kaliforníu í Bandaríkjunum og norðurhluta Baja California í Mexíkó, frá 33° 30' N suður til 30° 30' N.[5] Hún er meðalhátt til fjalla, frá 1300 m til 1800 m, sjaldan niður til 900m og einstaka sinnum upp í 2700 m hæð.[1] Hún er sjaldséð og oft dreifð á svæðinu, myndar opna skóga, yfirleitt í bland við einitegundir.

Pinus quadrifolia

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Parrya
subsection Cembroides
Tegund:
P. quadrifolia

Tvínefni
Pinus quadrifolia
Parl. ex Sudw.
Útbreiðsla Pinus quadrifolia
Útbreiðsla Pinus quadrifolia
Samheiti

Pinus parryana[2]
Pinus juarezensis[3][4]
Pinus juarezensis[3]

Lýsing breyta

Pinus quadrifolia er smátt til meðalstórt tré, 8 til 15 m hátt og með stofnþvermál að 40 sm, örsjaldan meira. Börkurinn er þykkur, hrjúfur og hreistraður. Barrnálarnar eru 4 til 5 saman, tiltölulega gildar, 2,5 til 5,5 sm langar; gljáandi dökkgrænar með engum loftaugum á ytri hlið, og og þétta skærhvíta rák af loftaugum á innri hlið. Könglarnir eru hnattlaga, 4 til 5,5 sm langir og breiðir lokaðir, grænir í fyrstu, og verða daufgulir við þroska eftir 18 til 20 mánuði, með fáar og þykkar köngulskeljar, yfirleitt 5–10 þeirra með fræi.

Þegar könglarnir opnast við þroska verða þeir 5 til 7 sm breiðir, og haldast fræin á þeim eftir opnun. Fræin eru 10 til 14 mm löng, með þunnri skel, hvítri fræhvítu, og vængstubb um 1 til 2 mm langan; þeim er dreift af fuglinum Gymnorhinus cyanocephalus, sem tínir fræin úr opnum könglunum. Fuglinn geymir mörg fræjanna til að nota síðar, og eru þau stundum ekki nýtt og verða að nýjum trjám.

Blendingar breyta

Pinus quadrifolia blandast oft við nálarfuru (P. monophylla) þar sem búsvæði þeirra mætast í suður Kaliforníu og norðurhluta Baja California. Blendingarnir eru með millibils útlitseinkenni, nálarnar eru 2–3 saman með hluta loftauga á ytra byrði. Það hefur verið lagt til af grasafræðingum að einkennis (holotype) eintak af P. quadrifolia sé í raun af blendingi; sé það rétt fá þá óblandaðir einstaklingar tegundarheitið Pinus juarezensis, eftir Sierra de Juárez í norður Baja California. Hinsvegar hefur það ekki fengið staðfest að þessi eintök séu "hreinni" en áðurnefnt eintak, og fáir grasafræðingar viðurkenna P. juarezensis sem annað en samnefni P. quadrifolia.

Þrátt fyrir hversu auðveldlega þær blandast saman, þá er Pinus quadrifolia erfðafræðilega skyldari Pinus johannis og Pinus culminicola, þrátt fyrir að vera aðskilin þeim með meir en 1000 km.

Nytjar breyta

Ætum fræjunum (furuhnetur) er safnað á öllu útbreiðslusvæðinu, þó hún sé minna mikilvæg en Pinus edulis til þeirra nota. Henni er einnig einstaka sinnum ræktuð sem skrauttré í garða eða sem jólatré. Vegna takmarkaðrar útbreiðslu er fræjunum ekki safnað til að selja. Fræin eru oft étin af fuglum, nagdýrum og öðrum spendýrum.[6] Cahuilla ættbálkurinn í suður Kaliforníu notaði trjákvoðuna til að gera andlitskrem til að varna sólbruna. Þeir notuðu einnig fræin í stað bjrjóstamjólkur handa kornabörnum og þeu voru einnig möluð og blandað við vatn til drykkjur. Að auki voru fræin ristuð og étin heil eða gerð í mauk. Þau voru mikilvæg verslunarvara við aðra ættbálka á svæðinu. Barrnálarnar og ræturnar voru mikilvæg í körfugerð, og börkurinn notaður í húsaþök. Trjákvoðan var notuð til að gera við potta og til að festa örvaroddá á sköft. Viðurinn var nýttur til hitunar og ilms þar sem hann brennur vel og hefur þægilegan ilm.[7]


Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Farjon, A. 2013. Pinus quadrifolia. In: IUCN 2013. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2013.1. Downloaded on 31 July 2013.
  2. "Pinus quadrifolia". Geymt 23 júlí 2020 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
  3. 3,0 3,1 Pinus quadrifolia.[óvirkur tengill] NatureServe. 2012.
  4. Chase, J. Smeaton (1911). Cone-bearing Trees of the California Mountains. Chicago: A. C. McClurg & Co. bls. 99. LCCN 11004975. OCLC 3477527. LCC QK495.C75 C4, with illustrations by Carl EytelKurut, Gary F. (2009), "Carl Eytel: Southern California Desert Artist", California State Library Foundation, Bulletin No. 95, pp. 17–20 Geymt 23 september 2015 í Wayback Machine retrieved Nov. 13, 2011
  5. Moore, G.; og fleiri (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 93. ISBN 1-4027-3875-7.
  6. Little, E. (1980). The Audubon Society Field Guide to North American Trees, Western Region (10. útgáfa). bls. 288. ISBN 0394507614.
  7. „Pinus quadrifolia“. herb.umd.umich.edu. Sótt 2015.

Tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.