Serbíugreni

(Endurbeint frá Picea omorika)

Serbíugreni, fræðiheiti Picea omorika (á serbnesku; Панчићева оморика, á bosnísku Pančićeva omorika), er tegund barrtrjáa einlend í Drina dal í austur Bosníu og Hersegóviníu nálægt Višegrad, og vestur Serbíu, með heildarútbreiðslu aðeins um 60 ha, í 800 til 1600 metra hæð yfir sjó. Það fannst upphaflega nálægt þorpinu Zaovine á Tarafjalli 1875, og er nefnt eftir serbneska grasafræðingnum Josif Pančić;[2][3][4] seinni hluti fræðiheitisins; omorika er einfaldlega serbneska orðið yfir tegundina. Allar aðrar grenitegundir eru smrča (смрча) á serbnesku.

Serbíugreni
Barr á Serbíugreni, sýnd blágræn neðri hlið barrsins
Barr á Serbíugreni, sýnd blágræn neðri hlið barrsins
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. omorika

Tvínefni
Picea omorika
(Pančić) Purk.
Náttúruleg útbreiðsla
Náttúruleg útbreiðsla

Lýsing breyta

 
Serbíugreni í heimkynnum sínum. Takið eftir sérstaklega grannri krónunni.
 
Picea omorika var. pendula

Þetta er meðalstórt sígrænt tré um 20 metra hátt, einstaka sinnum að 40 metrum, með stofnþvermál að 1 meter. Sprotarnir eru dauf brúnir, og þétthærðir. Barrið er nálarlaga, 10 til 20 mm langt, flatt í þversniði, dökk blágrænt að ofan, og bláhvítt að neðan. Könglarnir eru 4 til 7 sm langir, snældulaga (breiðastir í miðjunni), dökk purpuralitir (næstum svartir) meðan þeir eru óþroskaðir, og verða dökkbrúnir við þroska 5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun, með stífum köngulskeljum.[2][3][4]

Ræktun breyta

Utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis síns, er serbíugreni mikilvægt prýðistré í norður Evrópu og Norður Ameríku vegna aðlaðandi krónunnar og hæfileika til að vaxa í fjölbreytilegum jarðvegi, (til dæmis í súrum, basískum eða leir jarðvegi), þó að það kjósi rakan, gegndræpan moldarjarðveg. Það er einnig ræktað lítið eitt í skógrækt sem jólatré, fyrir timbur og pappírsframleiðslu, sérstaklega í norður Evrópu, þó að hægur vöxturinn geri það síður ákjósanlegt en Sitkagreni eða Rauðgreni. Í ræktun hefur það myndað blendinga við hinð skylda Svartgreni og einnig með Sitkagreni.[2][3]

Eftirfarandi afbrigði hafa fengið Royal Horticultural Society Award of Garden Merit: P. omorika,[5] Nana,[6] (dverg form) Pendula[7] (hangandi form)

Vistfræði breyta

Vegna takmarkaðrar útbreiðslu er það ekki mikilvæg fæðuuuppspretta dýra, en það er skjól fyrir fugla og smá spendýr. Fyrir Pleistocene ísöld, hafði það miklu stærra útbreiðslusvæði um mestalla Evrópu.[2]

Tilvísanir breyta

  1. Mataruga, M.; Isajev, D.; Gardner, M.; Christian, T. & Thomas, P. (2010). Picea omorika. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 3.1. Sótt 10. nóvember 2013.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books ISBN 3-87429-298-3.
  3. 3,0 3,1 3,2 Rushforth, K. (1987). Conifers. Helm ISBN 0-7470-2801-X.
  4. 4,0 4,1 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and Europe. Collins ISBN 0-00-220013-9.
  5. „RHS Plant Selector Picea omorika AGM / RHS Gardening“. Apps.rhs.org.uk. Sótt 25. febrúar 2013.[óvirkur tengill]
  6. „RHS Plant Selector Picea omorika 'Nana' AGM / RHS Gardening“. Apps.rhs.org.uk. Sótt 25. febrúar 2013.[óvirkur tengill]
  7. „RHS Plant Selector Picea omorika 'Pendula' AGM / RHS Gardening“. Apps.rhs.org.uk. Sótt 25. febrúar 2013.[óvirkur tengill]

Ytri tenglar breyta


 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.