Palaeoptera er innflokkur skordýra sem teljast til vængbera. Dýr í honum einkennast af vængjum sem þau geta ekki lagt yfir afturbolinn ólíkt dýrum í systurinnflokknum Neoptera. Palaeoptera hefur átt minni velgengni að fagna en Neoptera og inniheldur aðeins tvo eftirlifandi ættbálka, vogvængjur og dægurflugur. Vængirnir á vogvængjunum eru standa út frá hliðunum þegar þær eru ekki á flugi en dægurflugur leggja vængina saman yfir líkamanum í hvíld.

Palaeoptera
Tímabil steingervinga: Kolatímabilið - Nútími
Þessi drekafluga (tegund: Orthetrum cancellatum) af vogvængjuættbálki getur ekki látið vængina hvíla á afturbolnum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Sexfætlur (Hexapoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Undirflokkur: Vængberar (Pterygota)
Innflokkur: Palaeoptera
Martynov, 1923
Ættbálkar

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Stundum talinn til vogvængja og ásamt þeim sameinaður í yfirættbálkinn Odonatoptera.