Potone

(Endurbeint frá Pótone)

Potone (fædd fyrir 427 f.Kr.) var dóttir Aristons og Periktíone og eldri systir forngríska heimspekingsins Platons. Potone giftist Evrýmedoni frá Myrrhínos og ól honum tvö börn. Sonur hennar var heimspekingurinn Spevsippos sem tók við stjórn Akademíunnar eftir andlát frænda síns Platons.