Pólýfónkórinn – Madrigalar og erlend sönglög frá ýmsum Evrópulöndum
Pólýfónkórinn - Madrigalar og erlend sönglög frá ýmsum Evrópulöndum er geisladiskur gefinn út af Pólýfónkórnum[1] árið 2011. Um er að ræða upptökur með kórnum frá 1961-1971, á tónleikum í Austurbæjarbíói, Gamla bíói, Kristskirkju og í Sjónvarpinu. Stjórnandi kórsins er Ingólfur Guðbrandsson. Upptaka: Ríkisútvarpið. Yfirfærsla á stafrænt form: Bjarni Rúnar Bjarnason. Hönnun bæklings: Jón Trausti Bjarnason.
Pólýfónkórinn - Madrigalar og erlend sönglög frá ýmsum Evrópulöndum | |
---|---|
POL.018 | |
Flytjandi | Pólýfónkórinn, Ingólfur Guðbrandsson |
Gefin út | Nóvember 2011 |
Stefna | Klassík |
Útgefandi | Pólýfónkórinn - Pólýfónfélagið |
Um útgáfuna
breytaÍ fylgiriti með útgáfunni kemur fram að efnisval á geisladiskinn sé af tvennum toga; „Annars vegar svokallaðir Madrigalar, sem voru skemmtilög síns tíma, eins konar dægurlög miðaldanna. Hins vegar eru erlend sönglög, aðallega þjóðlög en sum í nútímalegum útsetningum. Öll lögin eru sungin á erlendum tungumálum og textarnir eru prentaðir á því tungumáli í bæklingnum.
Upptökurnar, sem hér koma fyrir eyru almennings, eru flestar beint frá tónleikum en ekki gerðar í hljóðveri með þeim möguleikum sem þar eru til staðar til endurtekninga og lagfæringa á því sem betur mætti fara. Upptökustaðirnir eru afar ólíkir hvað hljómburðinn varðar og ennfremur þróaðist upptökutæknin á þessum tíu árum sem liðu á milli upptökutíma.
- Lög nr. 1 - 7 voru tekin upp i tengslum við prógramm, sem flutt var í Sjónvarpi 29. maí 1971. Lögin eru flest alþekkt þjóðlög frá ýmsum Evrópulöndum.
- Lög nr. 8 - 10 eru tekin upp á tónleikum í Austurbæjarbíói og voru hluti af söngskrá sem kórinn fór með til Namur í Belgíu á Evropa Cantat III sumarið 1967.
- Lög nr. 11 - 20 voru tekin upp í Gamla bíói á tónleikum sem haldnir voru áður en Pólyfónkórinn fór í sína fyrstu utanferð til Bretlands sumarið 1961 og tók þátt í mjög fjölmennu alþjóðlegu söngmóti sem heitir Llangollen International Musical Eisteddfod.
- Lög nr. 21 - 25 eftir Hugo Distler voru tekin upp á tónleikum í Gamla bíói í apríl 1966.
- Lög nr. 26 og 27 eftir Hugo Distler voru tekin upp i Kristskirkju fyrir prógramm, sem flutt var í sjónvarpi á aðfangadag 1970.”[2]
Lagalisti
breyta- Drink to me only – Lag – texti: Enskt þjóðlag 1770, Ben Jonson. Raddsetning: Ejnar Kamp - ⓘ
- My coffin shall be black – Lag – texti: Þjóðlag frá Northumbriu, ensk þjóðvísa úr safni Vaughan Williams. Raddsetning: Pat Shaw
- Jag vet en dejlig rosa – Lag – texti: Sænskt þjóðlag, sænsk þjóðvísa
- Uti vår hage där våxa blå bär – Lag – texti: Sænskt þjóðlag, sænsk þjóðvísa. Raddsetning: Hugo Alfvén - ⓘ
- Die beste Zeit im Jahr – Lag – texti: Melchior Vulpius, Martin Luther
- Kalinka – Lag – texti: Rússneskt þjóðlag, rússnesk þjóðvísa. Raddsetning: Ejnar Kamp. Einsöngvari: Guðfinna D. Ólafsdóttir
- Au clair de la lune – Lag – texti: Franskt þjóðlag, frönsk þjóðvísa. Raddsetning: Ian Humphris
- Musika die ganz lieblich Kunst – Lag – texti: Johannes Jeep, aðl. Gottfried Wolters
- In pride of May – Lag – texti: Thomas Weelkes, ókunnur textahöfundur
- My bonny lass – Lag – texti: Thomas Morley, ensk þjóðvísa
- Ce moys de may – Lag – texti: Clément Jannequin, franskt dansljóð frá miðöldum - ⓘ
- Tanzen und springen – Lag – texti: Hans Leo Hassler, þýsk þjóðvísa frá um 1600 - ⓘ
- Oh, let me live – Lag – texti: Thomas Tomkins, ókunnur textahöfundur
- Love learns by laughing – Lag – texti: Thomas Morley, ensk þjóðvísa frá um 1600
- Now is the month – Lag – texti: Thomas Morley, Orazio Vecchi
- So ben mi ch'a bon tempo - Lag – texti: Orazio Vecchi, ítalskt danskvæði
- Lasciate mi morire - Lag – texti Claudio Monteverdi, Ottavio Rinuccini
- Tutti venite armati - Lag – texti: Giovanni Gastoldi, ítalskt skemmtiljóð frá 16. öld
- Odi et amo - Lag – texti: Carl Orff, Catullus, rómverskt skáld á 1. öld
- Innsbruck, ich muss dich lassen - Lag – texti: Heinrich Isaac, þýskt saknaðarljóð frá miðöldum
- Vorspruch - Lag – texti: Hugo Distler, Úr Mörike-Chorliederbuch op. 19
- Ein Stündlein wohl vor Tag - Lag – texti: Hugo Distler, Úr Mörike-Chorliederbuch op. 19
- Kinderlied für Agnes - Lag – texti: Hugo Distler, Úr Mörike-Chorliederbuch op. 19
- Der Feuerreiter - Lag – texti: Hugo Distler, Úr Mörike-Chorliederbuch op. 19
- Denk'es, o Seele - Lag – texti: Hugo Distler, Úr Mörike-Chorliederbuch op. 19
- In der Welt hab ich Angst - Lag – texti: Hugo Distler, úr Geistliche Chormusik op. 12
- Ich wollt dass ich daheime wär - Lag – texti: Hugo Distler, úr Geistliche Chormusik op. 12 - ⓘ