Pisa er borg í Toskanahéraði á Ítalíu og er höfuðstaður Pisa-sýslu. Borgin stendur við mynni árinnar Arno þar sem hún rennur í Miðjarðarhafið. Íbúar borgarinnar eru um 88.627 (31. desember 2013). Pisa er þekktust fyrir Skakka turninn, klukkuturn dómkirkju borgarinnar. Þar er einnig Háskólinn í Pisa, en saga hans nær aftur á 12. öld.

Útsýni yfir Pisa úr Skakka turninum.

Pisa var áður mikilvæg hafnarborg og helsta verslunarhöfn Toskanahéraðs en á 15. og 16. öld hafði árfraburður fyllt höfnina svo mikið að hafskip gátu ekki lagst þar að lengur og Livorno tók við hlutverki Pisa sem hafnarborgar. Þetta hafði mikil áhrif á framþróun og íbúatala Pisa hefur staðið meira og minna í stað frá því á miðöldum.

HeimildirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist