Órangútan
Órangútan tilheyra mannættinni, ásamt górillum, mönnum og simpönsum. Orðið órangútan þýðir persóna skógarins. Þessi apategund er aðeins til í regnskógum Súmötru og Borneó í Asíu. Órangútan er mjög gáfaður api og náskyldur mönnum. Órangútönum er skipt í tvær undirtegundir en það var gert árið 1996: Borneó-órangútan (P. pygmaeus) og Súmötru-órangútan (P. abelii).
Órangútan | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Pongo Borneo | ||||||||||||||
Heimkynni Orangutan Apans
|
Vistfræði
breytaÓrangútan eyðir mestum tíma lífs síns í trjám. Þeir eru rauð-brúnhærðir og það er þó nokkur munur hjá stærð og hreyfingum karlkyns og kvenkyns öpunum. Karlapinn hefur sérstaka kinn leppi sem stækka þegar apinn eldist. Karlapinn getur öskrað mjög hátt og heillar kvenkyns apana og hræðir andstæðinga með öskrinu. Ungar órangútans hafa ekki þessi einkenni og líkjast fullorðnum kvenöpum þar til þeir eldast. Órangútan eyðir mesta tíma sínum einn en móðirin og unginn ferðast saman fyrstu tvö árin eftir fæðingu ungans sem er óvenju langur tími miðað við aðra apa.
Fæða
breytaNæstum 90% af fæðu órangútansins eru ávextir. Þeir éta meira en 400 tegundir af plöntum. Uppáhaldsávöxtur órangútansins er durian. Ávöxturinn hefur harða skel sem er hefur marga beitta odda á sér og lyktar illa. Órangútaninn notar öflugan kjálka sinn til að brjóta skel ávaxtarins og einnig á aðra ávexti og hnetur. Aðal orkugjafinn sem þeir fá úr fæðu sinni eru kolvetni en þeir fá líka prótín og fitu úr plöntum og hnetum. Órangútaninn fær vatn aðallega úr ávöxtum en fá líka vatn úr ám og vötnum.
Hreiður
breytaÓrangútaninn hreiðrar um sig í trjánum og notar hreiðri bæði á daginn og á nótunni. Hreiðrin eru mjög vel byggð. Apaungarnir læra af móður sinni að búa til hreiðrið við ungan aldur.
Greind
breytaÓrangútan er eitt greindasta spendýrið á jörðinni. Þeir nota hluti náttúrunnar sem verkfæri. Til dæmis nota þeir lauf sem regnhlífar þegar það rignir. Þeir nota líka lauf sem bolla til að drekka úr ám og vötnum.
Óvinir
breytaÞað dýr sem ógnar órangútönum mest er maðurinn. Þeir taka af þeim búsvæði. Það eykur vandann að mennirnir ræna líka ungunum og selja þá sem gæludýr. Þess vegna fer þeim mjög hratt fækkandi í heiminum og eru ekki margir órangútanar eftir í náttúrunni.
Heimildir
breyta- Animals.nationalgeographic.com Geymt 16 júní 2007 í Wayback Machine
- Seaworld.org Geymt 27 maí 2013 í Wayback Machine