Ood er kynstofn úr bresku sjónvarpsseríunni Doctor Who sem kom fyrst fram í þættinum The Impossible Planet sem sýndur var fyrst 3. júní árið 2006.

Líffræði breyta

Ood eru tvífættar verur með mennsk einkenni að andlitinu undanskyldu. Á andlitinu er ekki að finna augljóst nef eða munn, en í stað þeirra eru fálmar sem minna helst á arma kolkrabba. Ood hefur þó tvö augu.

Ood búa yfir æðri samskiptarvenju sem gerir þeim kleyft að tala sín á milli án orða, en þurfa að notast við samskiptartæki til að eiga samskipti við aðrar verur eins og mannverur. Samskiptatækið birtist áhorfendum sem hvít kúla sem tengist Ood með hvítri snúru sem leiðir upp í fálma þeirra.

Engin kynskipting er á meðal þeirra og fylgja þeir engum nafnavenjum eða titlum, enda líta þeir á sig sem eina heild frekar en einstaklinga. Eigendur þeirra hafa þó komið upp einföldum nafnavenjum til að auðvelda skilgreiningu á milli þeirra og til þess að koma skipunum sínum á framfæri. Þessi nöfn eru oftast Ood 1 Alpha 1 til Ood 1 Alpha 2 o.s.frv.

Atferli og hegðunarmynstur breyta

Ood eru í framtíðinni viljugir þrælar mannkyns og er haldið fram í þættinum að hvert mannsbarn hafi Ood sem þræl. Ood telja sem svo að þeir hafi engan annan tilgang í lífinu en að taka við skipunum og framfylgja þeim. Í þættinum er því einnig haldið fram að án umsjónar myndu þeir ekki geta séð um sig og sína og að lokum deyja.

Samskiptarmáti Eins og nefnt er að ofan þá hafa Ood frumstætt hugarafl sem gerir þeim kleyft að hafa samskipti sín á milli án þess að tala. Sviðið sem leyfir þeim þennan samskiptarmáta er frekar lágt og er mælt sem „Basic 5” í þættinum, en hærri gildi er líkt við hækkandi röddu. „Basic 30” er líkt við öskur og „Basic 100” á að orsaka heiladauða.

Fyrstu kynni breyta

Fyrstu kynni áhorfenda af þessum kynstofn er þegar tíundi Læknirinn og Rose Tyler lenda á skipinu sínu Tardis inn í stöð sem hefur verið byggð á plánetu sem kallar Krop Tor og hringsólast í kringum svarthol án þess að sogast inn í það.

Heimildir breyta

Tenglar breyta