Ódessa

(Endurbeint frá Odessa)

Hnit: 46°29′00″N 30°44′00″A / 46.48333°N 30.73333°A / 46.48333; 30.73333

Ódessa er hafnarborg í Úkraínu á norðvesturströnd Svartahafs. Borgin er fjórða stærsta borg Úkraínu með um milljón íbúa. Borgin var upphaflega stofnuð af kan Krímtatara, Hacı 1. Giray, árið 1240. Hún komst í hendur Tyrkjaveldi 1529 en Rússar náðu borginni á sitt vald 1792. Frá 1819 til 1858 var Ódessa fríhöfn. Á Sovéttímanum var borgin mikilvægasta hafnarborg Sovétríkjanna og stór flotastöð.

Tröppurnar í Ódessa þar sem eitt atriði kvikmyndarinnar Beitiskipið Potemkin eftir Sergei Eisenstein var tekið.
Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.