Fermíeind
(Endurbeint frá Oddskiptaeind)
Fermíeind (einnig kölluð oddskiptaeind) er eind sem hlítir einsetulögmáli Paulis og hefur ekki heiltöluspuna. Allt efni samanstendur af fermíeindum, þ.e.a.s. létteindum (eins og rafeindum) og kvörkum (sem nifteindir og róteindir eru gerðar úr). Eindir samsettar úr fermíeindum geta bæði verið fermíeindir (t.d. þungeindir) eða bóseindir (t.d. miðeindir).
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Enrico Fermi“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. desember 2005.