Nykurrósaætt

(Endurbeint frá Nymphaeaceae)

Nykurrósaætt (fræðiheiti: Nymphaeaceae) er ætt jurta sem vaxa í kyrrstæðu eða hægstreymandi ferskvatni. Ræturnar eru í botni og blöð og blóm fljóta á yfirborði. Þær finnast á öllum heimsálfunum fyrir utan Suðurskautslandið. Þetta eru um 60 tegundir í þremur til fimm ættkvíslum. Erfðarannsóknir benda til að þær séu forsögulegastar allra blómstrandi plantna.[1]

Nykurrósaætt
Dvergnykurrós (Nymphaea colorata)
Dvergnykurrós (Nymphaea colorata)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Nymphaeales
Ætt: Nykurrósaætt (Nymphaeaceae)
Salisb., 1805
Ættkvíslir
  • Barclaya 3-4 tegundir, stundum talin til eigin ættar: Barclayaceae
  • Nuphar 1 til 8 tegundir
  • Victoria 2 tegundir
  • Nymphaea um 30 tegundir
  • Euryale 1 tegund, stundum talin til eigin ættar: Euryalaceae

Ættkvíslin Nelumbo, líkist mjög nykurrósaætt, en er ekki skyld henni, heldur er í eigin ætt: Nelumbonaceae í ættbálknum Proteales.

Tilvísanir

breyta
  1. Phylogeny, Classification and Floral Evolution of Water Lilies (Nymphaeaceae; Nymphaeales): A Synthesis of Non-molecular, rbcL, matK, and 18S rDNA Data, Donald H. Les, Edward L. Schneider, Donald J. Padgett, Pamela S. Soltis, Douglas E. Soltis and Michael Zanis, Systematic Botany, Vol. 24, No. 1, 1999, pp. 28-46

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.