Notandi:TommyBee/Theodor Fontane

Þessi grein er enn í drögum, hér geturðu unnið áfram í greininni. Eftir að hafa vistað breytingar geturðu ýtt hér til að flytja greinina á réttan titil. Þú getur beðið um hjálp með hvað sem er á spjallsíðu greinarinnar.

Theodor Fontane

Theodor Fontane (1819-1898) var þýskur lyfjafræðingur og skáldsagahöfundur í stíl raunsæisstefunnar. Hann var fæddur í Neuruppin, fyrir norðan Berlín. Þar fór hann í menntaskóla til 1833, síðan í viðskiptaskóla í Berlín en hætti námi árið 1836. Hann hóf nám sem lærisveinn í lyfjafræði og lauk því 1839. Hann vann í ýmsum apótekum þanga til hann fékk leyfi til reksturs apóteks 1847. Í millitíð varð hann meðlimur bókmenntafélaginu Tunnel über der Spree og gegndi herþjónustu. 1848 tók hann þátt í byltingabardögum í hinni svonefndu Marsbyltingu. Auk þess birtast greinar eftir hann í róttækum-lýðræðissinnuðum blöðum. Árið 1849 ákvað hann að hætta við apótekastarfið og gerast höfundur. Á sjötta áratugnum var hann sendur til Lundúna. Frá 1860 til 1870 vann hann við ritstjórn hins íhaldssama blaðs Neue Preuβische Zeitung, árið 1864 var hann sendur til Kaupmannahafnar þegar dansk-prússneska stríðið gaus upp. 1870 fór hann til Parisar þegar þýsk-franksa stríðið gaus. Þar var hann handtekinn fyrir njósnum en Bismark ráðherra sótti um frelsi hans. Milli 1874 og 1876 fóru, hann ásamt eiginkonu sinni, í ýmis ferðalög til Austurríkis, Ítaliu og Sviss. Eftir það ákvað hann að hætta við blaðamennskuna og vinna sem frjáls skáldsagahöfundur. Árið 1892 veiktist hann svo alvarlega að lækninn ráðlagði honum að skrifa ævisöguna til að draga hugan frá veikindunum. Hann náði sig svo vel að hann lauk auk sjálfsævisögunnar (Frá tuttugu til þrjátíu, sjálfsævisaga) við aðalverk sitt Effi Briest og tvær skáldsögur í viðbót.

Heimildir og ítarefni

Tenglar