Ég er áhugamaður um samræmt íslenskt orðalag á ýmsu sem tengist tölvum og tækni. Mín skoðun er sú að oftast sé hægt að koma okkur niður á ákveðnar þýðingar en að ekki þurfi alltaf að vera til íslenskt orð yfir fyrirbæri og oft sé gott að eiga séríslenskar skilgreiningar á orðum. Það gerir tungumálið ríkt og lifandi.