Notandi:Jonari28/sandbox


Dökkháfur 

Dökkháfur ([1] Etmopterus princeps), einnig þekktur sem "Great Lantern" hákarl er grannvaxinn og þunnvaxinn frá uggum að sporði. Hann var uppgötvaður árið 1904 og eru þeir þekktir fyrir að vera tiltölulega litlir og vöðvastæltir útlitslega. Þeir hafa dökkan líkama með stuttan hala. Augun eru stór og þeir hafa tvo bakugga og tennurnar í dökkháfum eru broddkenndar. Þeir geta orðið allt að 75 cm langir. Dökkháfurinn hefur einstaka eiginleika og einn þeirra er að annar bakugginn er stærri heldur en hinn. Þessi tegund af hákarli býr til svokallaða vörn á húð sinni sem líkjast pínulitlum tönnum. Trjóna er mjög þykk og holdug og munnurinn á þeim er tiltölulega beinn.

Efnisyfirlit

1. Heimkynni
2. Vistfræði
3. Fæði
4. Heimildir
5. Tenglar


Heimkynni og Vistfræði

Heimkynni Dökkháfs eru beggja vegna N-Atlantshafsins. Í NV-Atlantshafi undan ströndum Nýja-England og við Nýja-Skotland.Hann er einnig mjög algengur á miklu dýpi sunnan og suðvestan Íslands. Þessi tegund af hákörlum er tiltölulega óþekkt, þótt hún hefur verið séð á einhverjum svæðum og er þessi tegund mikil rannsóknarvinna fyrir bæði líffræðina og vistfræðina. Önnur svæði sem Dökkháfurinn hefur sést er nálægt Ermarsundi og Gíbraltarsundi og reyna þeir að forðast sólarljósið.[2]


Fæða

Fóðrunarvenjur Dökkháfsins eru óþekktar , þótt það séu til vísbendingar um hvað þeir gætu borðað. Efri munnurinn hefur fimm tennur og hver þeirra með slétta brún og lægri tennurnar eru mjög skarpbeittar. Samkvæmt tönnunum þeirra eru þeir líklegastir og færastir til þess að koma sér til matar. Það eru mjög fáir sjómenn sem vitað er til sem hafa lent í þessari tegund hákarla og eru þeir sagðir vera mjög skaðlausir mönnum , vegna búsetu þeirra. Upplýsingar um fjölda, vöxt eða hnignun er óþekkt.


Heimildir

iucnredlist. Etmopterus princeps. http://www.iucnredlist.org/details/summary/60242/0. Sótt 20 maí 2014.

Pioneer.(2009). Virtual Zoo. http://pioneerunion.ca.schoolwebpages.com/education/components/scrapbook/default.php?sectiondetailid=3006& linkid=nav-menu-container-4-18612. Sótt 20.maí 2014.


Tenglar

http://pioneerunion.ca.schoolwebpages.com/education/components/scrapbook/default.php?sectiondetailid=3006&linkid=nav-menu-container-4-18612

http://www.iucnredlist.org/details/summary/60242/0


Vísindaleg flokkun

Ríki Amalia
Fylking Chordata
Flokkur Chondrichthyes
Ættbálkur Squaliformes
Ætt Dalatiidae
Ættkvísl Etmopterus
Tegund Etmopterus princeps


Mynd:Dökkháfur.jpg