Notandi:Óskadddddd/sandkassi
Morðtilræðið gegn Donald Trump átti sér stað þann 13. júlí 2024 í Butler, Pennsylvaníu í Bandaríkjunum þegar Thomas Matthew Crooks skaut að fyrrverandi forseta og frambjóðanda Repúblikana. Ekki er vitað hvert tilefni tilræðisins var að svo stöddu.
Tilræðið
breytaNokkrir sjónarvottar og gæslumenn sáu grunsamlegan mann á sveimi rétt áður en Donald Trump byrjaði ræðu sína.[1] Þrátt fyrir það komst maðurinn upp á þak og hóf skothríð í áttina að Trump.[1] Trump hlaut sár á hægra eyrað en var annars óskaddaður.[2] Leyniskytta frá bandarísku leyniþjónustunni tók manninn af lífi örfáum sekúndum seinna.[2]
Eftirmál
breytaAlríkislögreglan lét uppi að tilræðismaðurinn væri tvítugur karlmaður frá Pennsylvaníu að nafni Thomas Matthew Crooks og væri formlega skráður Repúblikani. Þegar Crooks var 17 ára gaf hann 15 dollara framlag til frjálslyndu pólitísku samtakanna Progressive Turnout Project, í gegnum ActBlue, kosningaframtak Demókrataflokksins.[3]
Hann átti þann kost að kjósa í nóvember. Engin virkni á samfélagsmiðlum Crooks fannst, en Discord kunngerði reikning hjá honum sem var sjaldan notaður.[4]
Eftir að hann var tekinn af lífi uppgötvaðist AR-15 hálfsjálfvirkur riffill, sem faðir hans hafði löglega keypt. Hann átti engin tengsl við herinn.[5]
Fyrir utan Donald Trump slösuðust tveir einstaklingar og einn lést sökum skothríðar tilræðismannsins sem skaut úr 120-150 metra fjarlægð frá Trump.[5] Í kjölfarið var Trump færður á spítala og stuttu síðar útskrifaður.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Gísladóttir, Hólmfríður (18. júlí 2024). „Vissu af árásarmanninnum en týndu honum í fjöldanum - Vísir“. visir.is. Sótt 6. ágúst 2024.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Karlsson, Ari Páll (14. júlí 2024). „Reynt að ráða Trump af dögum - RÚV.is“. RÚV. Sótt 5. ágúst 2024.
- ↑ „Það sem við vitum um morðtilræðið á Trump“. Samstöðin. Sótt 6. ágúst 2024.
- ↑ „Genlæs livebloggen: Det ved vi om den mistænkte bag Trump-skyderiet | avisendanmark.dk“. avisendanmark.dk (danska). Sótt 4. ágúst 2024.
- ↑ 5,0 5,1 „Thomas Matthew Crooks: What we know about Donald Trump's attacker“. www.bbc.com (bresk enska). Sótt 4. ágúst 2024.