Norður-England (e. Northern England, North of England eða the North) er ekki opinbert stjórnunarsvæði á Englandi, en er óformlegt samband sýslna sem eiga sameiginlega menningu og sögu. Suðurhluti svæðisins nær að ánni Trent og norðurhlutinn á landamæri að Skotlandi. Sögulega hefur eyjan Mön verið tengd svæðinu og að sumu leyti er hún það enn. Íbúar á Norður-Englandi eru um það bil 14,5 milljónir, og svæðið er 37.331 km² að flatarmáli.

Sýlsur á Norður-Englandi.

Í fornöld var Norður-England hluti Brigantiu, stærsta brýþonska konungsríkis á Bretlandi. Eftir landvinninga Rómverja á Bretlandi varð Jórvík höfuðborg svæðisins, sem þá hét Britannia Inferior og síðar Britannia Secunda. Eftir tímabil Rómverja urðu til ný konungsríki Hen Ogledds („gamla norðursins“). Englar stofnuðu konungsríkin Bernisíu og Deiru. Þaðan kom konungsríkið Norðymbraland sem átti sína gullöld í menningu og menntun. Höfuðstaður þess var Lindisfarne, þar sem írskir munkar stofnuðu munkaklaustur. Síðar komst svæðið undir stjórn Víkinga sem stofnuðu þar Danalögin. Á þeim tíma voru sterk tengsl á milli Norður-Englands og Manar, Dyflinar og Noregs. Síðar sameinaði Játráður Englandskonungur Norðymbraland Englandi.

Við landvinningar Normanna árið 1066 hófst óróatímabil á Norður-England, en mikil uppbygging og stofnun nýrra bæja fylgdu því. Á miðöldum var ráð Norður-Englands stofnað, og starfaði það fram til upphafs enska samveldisins. Á svæðinu voru margar orrustur háðar, þar til Bretland sameinaðist á Stúart-tímabilinu.

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.