Norðfjarðargöng
Norðfjarðargöng eru jarðgöng sem liggja á milli Norðfjarðar (Neskaupstaðar) og Eskifjarðar. Göngin voru opnuð 11. nóvember 2017.[1] Þau koma í stað Oddskarðsganga og vegarins um Oddskarð.
Sveitarfélag | Fjarðabyggð |
---|---|
Staða | Lokið |
Þjóðvegur | 92 |
Jarðganga- gerð hófst | 11. nóvember 2013 |
Opnun | 11. nóvember 2017 |
Lengd | 7.542 m (að viðbættum 366 m vegskálum) |
Kostnaður | 12.054 milljónir kr. á verðlagi í febrúar 2013 |
Jarðgangagerð hófst í nóvember 2013 og framkvæmdum lauk í nóvember 2017. Sprengja þurfti 1.651 sprengingu til að grafa í gegnum fjöllin.[1] Gegnumbrot var þann 17. september 2015.[2] Steypun vegskála lauk í desember 2016.[3] Göngin eru um 7,5 km að viðbættum 366 m vegskálum og eru því lengstu samfelldu tvíbreiðu jarðgöng á Íslandi.
Sjá einnigBreyta
HeimildirBreyta
- ↑ 1,0 1,1 „Fjölmenni við opnun Norðfjarðarganga“, RÚV, 11. nóvember 2017.
- ↑ „Hví seinkar Norðfjarðargöngum?“, 23. ágúst 2017.
- ↑ „Norðfjarðargöng taka á sig mynd“, RÚV, 19. desember 2016.