Naegleria fowleri

Naegleria fowleri er amaba sem getur sýkt menn og dýr og étið upp heila þeirra. Hún finnst bæði á amöbu- (e. trophozoite) og svipustigi (e. flagellated) í 25-35°C heitu ferskvatni og finnst eins og margar amöbur á þremur lífsstigum. Á amöbustigi er hún svipulaus einfrumungur en á svipustigi myndast svipa út frá frumunni sem hún notar til þess að synda um í vatni. Við ákveðnar aðstæður eins og þegar vatn í kringum hana þornar upp getur hún myndað um sig þolhjúp (e. cyst) og losað sig við mestallan vökva, orðið hnattlaga og lagst í dvala.

Naegleria Fowleri finnst á þremur lífsstigum, amöbustigi, svipustigi og með þolhjúp
Lífsferill Naegleria fowleri og annarra amaba

Naegleria fowleri er á amböbustigi þegar hún sýkir fórnarlömb sín. Hún borar sig inn í gegnum örþunna húð í nefgöngum þeirra og fer inn í miðtaugakerfið og skríður eftir lyktartaug inn í heilann og nærist þar á taugafrumum heilans. Yfirleitt er þessi sýking fyrst greind við krufningu.

Fyrstu einkenni sýkingar er höfuðverkur, uppköst, hiti og stífleiki í hálsi. Síðan koma merki um heilaskemmdir fram og ofskynjanir, minnistap, skert athygli, breyting á persónuleika og hinn sýkti deyr. Engin lækning er til og þessi sjúkdómsferill tekur innan við 14 daga.

HeimildBreyta

Vísindavefurinn:Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?