Monk

Bandarískir sjónvarpsþættir (2002-2009)
(Endurbeint frá Monk (sjónvarpsþáttur))

Monk er bandarískur lögreglu sakamála-grínþáttur sem var búinn til af Andy Breckman og leikur Tony Shaloub titilpersónuna, Adrian Monk. Þátturinn var sýndur ár árunum 2002 - 2009 og er aðallega dularfull þáttaröð, þrátt fyrir að stundum sé drungalegt andrúmsloft og skemmtileg grínatriði. Þátturinn er frábrugðinn sambærilegum þáttum vegna þess að titilpersónan, Monk, ásamt frábærum hæfileika hans við að leysa glæpi, þjáist hann af ýmsum geðsjúkdómum sem aukið hafa við alvarlega áverka af dauða eiginkonu hans, Trudy og móta þessi sérkenni hans persónuleikann að mestu.

Monk
Einkennismerki þáttanna
TegundGaman-Drama
Lögregluþáttur
Búið til afAndy Breckman
LeikararTony Shalhoub
Bitty Schram(1-3. þáttaröð, 8. sem gestastjarna)
Traylor Howard (3. - 8. þáttaröð)
Ted Levine
Jason Gray-Stanford
UpphafsstefTónlistarstef eftir Jeff Beal (1. þáttaröð)
„It's a Jungle Out There“ með Randy Newman (þáttaraðir 2 - 8)
LokastefTónlistarstef eftir Jeff Beal (1. þáttaröð)
„It's a Jungle Out There“ með Randy Newman (þáttaraðir 2 - 8)
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða8
Fjöldi þátta125
Framleiðsla
Lengd þáttar40-45 mín.
FramleiðslaAndy Breckman
David Hoberman
Tony Shalhoub
Rob Thompson
Tom Scharpling
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðUSA Network
Stöð 2
Myndframsetning1080i
Sýnt12. júlí 20024. desember 2009
Tenglar
IMDb tengill


Þættirnir fór af stað þann 12. júlí 2002 á USA sjónvarpsstöðinni. Hún fékk góða dóma og er ein af ásæðum aukins áhorfs sjónvarpsstöðvarinnar. Áttundu og síðustu þáttaröðinni lauk þann 4. desember 2009. Þættirnir eiga metið yfir mesta áhorf lögreglu-dramaþáttar í sjónvarpi en The Closer átti metið áður. Monk setti metið með þættinum "Mr. Monk and the End - Part II", lokaþættinum en 9,4 milljónir manna horfðu á þáttinn.

Söguþráður breyta

Adrian Monk var rannsakandi hjá lögreglunni í San Francisco þangað til Trudy, eiginkona hans, var myrt með bílasprengju í bílastæðahúsi, og trúir Monk því að sprengjan hafi verið ætluð honum. Dauði Trudy verður til þess að hann fær taugaáfall. Hann var látinn hætta störfum hjá lögreglunni, gerðist einbúi og neitaði að yfirgefa húsið sitt í yfir þrjú ár. Hann kemst loksins út úr húsinu með hjálp hjúkrunarkonunnar Sharonu Fleming (Bitty Schram). Þetta gerði það að verkum að hann getur unnið sem einkaspæjari og ráðgjafi fyrir morðdeild lögreglunnar, þrátt fyrir að þjást áfram af mikilli árátturöskun sem hafði aukist mikið eftir slysið.

Hömlulausir ávanar Monk eru fjölmargir, ásamt fóbíum sem flækja stöðuna, svo sem hræðsla við sýkla og bolla. Monk er hrædddur við 312 hluti, m.a. mjólk, maríubjöllur, harmónikkur, hæð, ófullkomnun og áhættu. Árátturöskunin og fóbíurnar leiða oft til vandræðalegra atvika og valda vanræðum fyrir Monk og fólkið í kringum hann, þegar hann rannsakar hin ýmsu mál. Þessir sömu gallar, aðallega árátturöskunin, eru það sem hjálpar honum að leysa málin, t.a.m. frábært minni hans, sérstakt hugarfar og athygli á smáatriði. Í þættinum "Mr. Monk and His Biggest Fan" hefur Marci Maven (Sarah Silverman) sett saman lista yfir allt það sem Adrian hræðist og sett myndir á tölvuskjáinn sinn af þeim. Í öðrum þættir reynir hann að sigrast á óttanum með því að gera alls konar hluti sem reyna á fóbíurnar hans. T.a.m. reynir hann að drekka mjólk, klifra upp stiga, halda á maríubjöllu og þegar hlutum var dreift óreglulega yfir borð, gat hann ekki stjórnað sér lengur og raðaði hlutunum upp.

Lögreglustjórinn Lelan Stottlemeyer (Ted Levine) og undirmaður hans Randall "Randy" Disher (Jason Gray-Stanford) hringja í Monk þegar þeir eiga í vandræðum með rannsókn. Stottlemeyer verður oft pirraður á Monk en virðir vin sinn og fyrrum kollega og hans frábæru rannsóknaraðferðir, en Disher gerir það einnig. Alveg síðan í æsku hefur Monk haf mjög næmt auga fyrir smáatriðum sem gerir honum kleift að koma auga á minnsta ósamræmi, finna munstur og gera tengingar sem öðrum mistekst. Monk heldur áfram að leita að upplýsingum um morð eiginkonunnar, eina málið sem honum hefur ekki tekist að leysa og tekst það að lokum í síðasta þættinum.

Sharona ákvað að giftast fyrrverandi eiginmanninum og flytja aftur til New Jersey svo Natalie Teeger (Traylor Howard) er ráðin sem nýr aðstoðarmaður Monks; hún er ekkja og móðir ellefu ára stelpu (nú 17 ára). Monk á bróður sem heitir Ambrose (John Turturro) og hálfbróður, Jack yngri (Steve Zahn) sem Monk finnur í fimmtu þáttaröðinni. Hann hittir síðan Jack eldri í sjöundu þáttaröð í "Mr. Monk's Other Brother".

Persónur breyta

Aðalpersónur breyta

Nafn Starf Leikin/n af Þáttaraðir
Adrian Monk Ráðgjafi Tony Shalhoub 1–8
Natalie Teeger Aðstoðarkona Monk Traylor Howard 3–8
Sharona Fleming Fyrrum aðstoðarkona Monks/hjúkrunarkona Bitty Schram 1–3, 8 sem gestastjarna
Captain Leland Stottlemeyer SFPD stjóri: Robbery, Homicide Ted Levine 1–8
Lieutenant Randy Disher SFPD undirmaður: Robbery, Homicide Jason Gray-Stanford 1–8

Persónan Natalie Teeger kom fyrst fram í miðri þriðju þáttaröð þegar leikkonan Bitty Schram sem lék hjúkrunarkonu Monk, Sharonu Fleming, hætti í þáttunum eftir samningságreining. Nýja leikkonan, Traylor Howard, hafði ekki enn sést í þáttunum og var óspennt yfir þrýstingi yfirmanns síns að sækja um starf Sharonu. Hún sótti samt um og fékk starfið. Þrátt fyrir að hafa fengið "kalt" viðmót aðdáenda þáttarins í fyrstu, tókst henni fljótlega að fylla í skarð Sharonu. Höfundurinn Andy Breckman sagði: "Ég mun alltaf vera þakklátur Traylor vegna þess að hún kom þegar þátturinn var í klemmu og bjargaði barninu okkar [...] Við urðum að taka fljóta ákvörðun og það eru ekki allir þættir sem lifa það af. Ég var dauðhræddur."