Mohawk-dals forskriftin
Mohawk-dals forskriftin (enska: The Mohawk Valley formula) var framkvæmdaáætlun í Mohawk-dalnum í Bandaríkjunum sem kom fram í júní 1936 til að brjóta aftur verkfall við Remington Rand Corporation og koma óorði á Verkalýðsleiðtoga, hræða almenning með ofbeldishótunum, nota staðarlögregluna og sjálfsskipaðar löggæslusveitir, mynda tilbúnar leikbrúðu-útgáfur af „fyrirmyndar launamanni“ til að hafa áhrif á almennar rökræður, víggirða vinnustaði, ráða fjöldann allan af starfsmanna-staðgenglum og að hóta því að vinnustaðnum yrði lokað ef vinna yrði ekki tekin upp á ný. Mohawk-dals forskriftin kom fyrst fram í grein eftir forseta fyrirtækisins, James Rand, Jr. og var birt í National Association of Manufacturers Labor Relations Bulletin á fjórða mánuði verkfallsaðgerðanna.
Mohawk-dals forskriftin
breytaÍ Bandaríkjunum er litið á Mohawk-dals forskriftina sem grundvallarplagg að því hvernig eigi að brjóta verkföll á bak aftur. Forskriftin er í níu liðum, og er þannig:
- Þegar boðað er til verkfalls, látið verkalýðsleiðtogann líta út sem áróðursmann/æsingarmann til að draga úr gildi hans í huga fólksins og þeim sem fylgja honum. Látið fara fram leynilega atkvæðagreiðslu undir handleiðslu verkstjóra til að komast að styrkleika verkalýðsfélagsins og til að geta komið af stað orðrómi um mannfæð verkfallsmanna. Notist við efnahagstengdar þrýstiaðgerðir með því að hóta að fyrirtækið verði flutt, takið höndum saman við bankamenn, fasteignaeigendur og viðskiptamenn og fáið til að mynda „borgaralega“ nefnd.
- Gerið meira en áður úr „lög og reglu“, og fáið borgarana til að fylkja sig undir sterkari lögum og vopnvæðingu lögreglu gegn ímynduðu ofbeldi, þannig að það gleymist að starfsmenn hafi sömu réttindi og aðrir borgarar.
- Kallið til „fjöldasamkomu“ til að sameina viðhorf fjöldans gegn verkfallinu og styrkja hina „borgaralegu“ nefnd.
- Komið á fót sterkri lögreglusveit til að draga úr baráttuþreki verkfallsmanna og til að hafa sálræn áhrif á viljastyrk þeirra. Notist við staðarlögreglu, ríkislögreglu, sjálfskipaða löggæslusveitir og sérstaklega valinn fulltrúa, og fáið hann úr nálægu bæjarfélagi - ef það er hægt.
- Sannfærið verkfallsmenn um að málstaður þeirra sé vonlaus með því að mynda samtök manna sem hafa það að markmiði að „snúa-aftur-til-vinnu“ og eru leikbrúðu-útgáfur af hinum eina og sanna „fyrirmyndar launamanni“ og eru skipaðir og stjórnað af vinnuveitanda.
- Þegar nóg er af undirskriftum, setjið þá fasta dagsetningu á opnun fyrirtækisins, og látið allt vera skipulagt af fyrrnefndum leikbrúðum sem vilja „snúa-aftur-til-vinnu“.
- Setjið opnun fyrirtækisins á svið með því að hrinda hliðum fyrirtækisins opnum og láta starfsmennina fylkja liði inn á lóð fyrirtækisins og það í vernd vopnaðrar lögreglu til að auka áhrifin á enduropnun fyrirtækisins og brjóta þannig niður baráttuþrek verkfallsmanna.
- Lamið hugrekki og siðferði verkfallsmanna með síendurteknum valdsýningum. Ef nauðsynlegt reynist breytið nærliggjandi umhverfi í átakasvæði með herbúðum og vegartálmum sem ætti að kljúfa verkfallsmenn frá umheiminum.
- Lokið kynningarleiðum verkfallsmanna með þeim hætti að sýna að fyrirtækið sé komið á fullan skrið aftur og að verkfallsmenn eru í algjörum minnihluta og séu að trufla þá sem vilja vinna. Með þessu, er baráttunni lokið - vinnuveitandinn hefur brotið verkfallið á bak aftur.