Minnisspil er spil fyrir einn eða fleiri leikmenn. Markmiðið er að finna pör af einhverju (t.d. spilum, dóminókubbum, pókerpeningum eða öðru) á sem stystum tíma (ef einn leikur) eða finna fleiri pör en andstæðingurinn. Í hverjum leik má leikmaður snúa við tveimur spilum. Ef þau passa saman má hann halda þeim, ef ekki á hann að snúa þeim aftur á hvolf. Leikurinn gengur út á að muna hvar samsvarandi spil var á borðinu.

Börn spila minnisspil
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.