Milta

(Endurbeint frá Milti)

Miltað (eða milti) er líffæri úr eitilvef, hluti bæði vessa- og ónæmiskerfis, milli maga og þindar. Þéttur bandvefur myndar hylki þess. Miltað er forðabúr blóðs og hefur að geyma ýmis blóðkorn, s.s. rauðkorn, hvítfrumur og átfrumur. Ólíkt öðrum einingum vessakerfis síar milta ekki vessa.

Milta í hrossi

Miltað tæmist við blóðmissi fyrir tilstuðlan driftaugakerfis, til að viðhalda samvægi. Þá haldast eðlileg rúmmál og þrýstingur blóðs. Í hlaupadýrum, svo sem köttum, virkar miltað eins og „blóðbanki“ sem gefur frá sér rauðkorn við aukið álag sem kallar á súrefnisnotkun. Á þennan hátt verða þessir einstaklingar ekki móðir og eftir álagið geta þeir aftur sett rauðkornaskammt í „geymslu“ á ný.

Í milta myndast B-eitilfrumur og verða að mótefnaframleiðandi B-verkfrumum (plasmafrumum). Frumur í miltanu sundra bakteríum, gömlum rauðkornum og blóðflögum. Þá er miltað forðabúr járns í líkamanum ásamt lifur.

Tenglar breyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

„Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?“. Vísindavefurinn.