Krossjurt (fræðiheiti: Melampyrum sylvaticum) er tegund plantna af sníkjurótarætt. Krossjurt vex á Íslandi neðan 250 metra hæðar innan um birki.[1] Fundarstaðir krossjurtar á Íslandi eru fáir. Hún finnst aðeins á takmörkuðum hluta Vestfjarða: í inndölum Ísafjarðardjúps, Steingrímsfjarðar og Þorskafjarðar, auk þess sem hún finnst í Vaglaskógi.[1]

Krossjurt
Krossjurt í blóma
Krossjurt í blóma
Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plönturíki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Varablómaættbálkur (Lamiales)
Ætt: Sníkjurótarætt (Orobanchaceae)
Ættkvísl: Melampyrum
Tegund:
M. sylvaticum

Tvínefni
Melampyrum sylvaticum
L.

Nánasti ættingi krossjurtar á Íslandi er engjakambjurt (M. pratense) sem vex einnig í Vaglaskógi.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Flóra Íslands (án árs). Krossjurt - Melampyrum sylvaticum. Sótt þann 24. janúar 2020.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.