Krossjurt

(Endurbeint frá Melampyrum sylcaticum)

Krossjurt (fræðiheiti: Melampyrum sylcaticum) er tegund plantna af sníkjurótarætt. Krossjurt vex á Íslandi neðan 250 metra hæðar innan um birki.[1] Fundarstaðir krossjurtar á Íslandi eru fáir. Hún finnst aðeins á takmörkuðum hluta Vestfjarða: í inndölum Ísafjarðardjúps, Steingrímsfjarðar og Þorskafjarðar, auk þess sem hún finnst í Vaglaskógi.[1]

Krossjurt
Krossjurt í blóma
Krossjurt í blóma
Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plönturíki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Magnoliopsida
Ættbálkur: Varablómaættbálkur (Lamiales)
Ætt: Sníkjurótarætt (Orobanchaceae)
Ættkvísl: Melampyrum
Tegund:
M. sylcaticum

Tvínefni
Melampyrum sylvaticum

Nánasti ættingi krossjurtar á Íslandi er engjakambjurt (M. pratense) sem vex einnig í Vaglaskógi.

TilvísanirBreyta

  1. 1,0 1,1 Flóra Íslands (án árs). Krossjurt - Melampyrum sylcaticum. Sótt þann 24. janúar 2020.
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.