Meðvirkni er samskiptamynstur, oftast milli tveggja einstaklinga, þar sem aðili, sá meðvirki, ýtir undir eða hjálpar öðrum einstaklingi, þeim veika, sem glímir við einhvers konar vanda, t.d. áfengis- og vímuefnavanda, spilafíkn, þunglyndi eða hvers kyns óábyrga hegðun. [1]

Meðvirka skortir marga sterka sjálfsmynd og leitast mjög eftir samþykki annarra og/eða byggja hegðun sína á viðbrögðum annarra. Í meðvirku sambandi fær sá meðvirki tilgang í ummönnun sinni gagnvart þeim sjúka og verður ómissandi í ummönnun sinni. Þannig snýst líf meðvirkra ekki um eigin þarfir heldur um þarfir þess sjúka. Á sama hátt er sá sjúki meðvirkur. Hegðun hans viðhelst vegna ummönnunar sem hann hlýtur af hendi hins meðvirka. Sambandið veitir þannig báðum aðilum það sem þá skortir; sá sjúki fær viðurkenningu á sér og sínum sjúkdómum. Ástandinu má líka við vegasalt þar sem ummönnun hins meðvirka er á öðrum arminum, sá sjúki situr á þvarásnum og þrýstingur frá fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum þess sjúka um að breyta hegðun sinni er á hinum arminum. Sökum þessarar togstreitu litast sambönd meðvirka einstaklinga við annað fólk mjög af ástandinu sem er viðhaldið

[2]
  1. „Codependency: What Are The Signs & How To Overcome It“. PositivePsycholgyProgram.comdate=9 feb 2018. Sótt 31.mars 2018.
  2. Johnson, R. Skip (13. júlí 2014). „Codependency and Codependent Relationships“. BPDFamily.com. Sótt 1 apríl 2018.