Meðalaldur

Meðalaldur er samanlagður aldur þýðis (t.d. þjóðar), deilt með fjölda þeirra sem í þýðinu eru. Meðalaldur tiltekins hóps manna er ekki skilgreining á meðalævi, heldur meðaltal af aldri einstaklinga sem eru á lífi. Með öðrum orðum eru aldurstölurnar lagðar saman og deilt í með fjöldanum. Meðalævi er hins vegar tala sem lýsir því hversu gamlir menn verða að meðaltali. Meðalaldur getur breyst án þess að meðalævi breytist, til dæmis ef hlutfall fæðinga er að breytast. En yfirleitt hefur meðalævi þó mest áhrif á meðalaldur.

TenglarBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.