Malæjalam er dravídamál, náskylt tamíl, talað af 36 milljónum á Malabar-ströndinni á Suðvestur-Indlandi.

Það hefur verið ritað með sérstöku stafrófi frá 9. öld og á sér bókmenntahefð frá 13. öld.

Helsti málfræðilegi munurinn á tamíl og malæjalam er að sagnorð beygjast ekki í persónum í malæjalam.

Mikill munur er á talmáli og ritmáli. Enn fremur er mikið af tökuorðum úr sanskrít í málinu, einkum þó ritmálinu.