Kvarði er mælieining eða verkfæri til mælinga sem fylgir ákveðnum reglum. Algengasta mælieiningin á Íslandi var alin sem er miðað við líkama og er lengd frá fingurgómi að olnboga. Alin hefur verið mismunandi eftir samfélögum og tímabilum. Í viðskiptum var þörf á að allir notuðu sama viðmið og strax árið 1200 var á Íslandi löggiltur kvarði, sem markaður var á vegg kirkjunnar á Þingvöllum. Hann var talinn 20 álna langur og við mælingar á vaðmálum, klæðum o. fl. skyldi nota tveggja álna langar stikur. Skyldi stikan vera 10. hluti af hinum löggilta kvarða.

Heimild breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.