Mánaklungur
Mánaklungur (fræðiheiti Rubus parviflora) er runni af rósaætt. Mánaklungur er með mjög stór, ljósgræn og hjartalaga og flipuð blöð. Það skríður með neðanjarðarsprotum og ber rauð fremur stór ber. Það þarf frjóan jarðveg og gott skjól.
Mánaklungur | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Rubus parviflorus Nutt. 1818 |
Mánaklungur er ættað frá vesturhluta Norður-Ameríku. Það vex nálægt sjávarmáli lengst í norðri en teygir sig allt upp í 3000 m hæð þar sem það vex syðst. Mánaklungur vex meðfram vegum og brautarteinum og í rjóðrum sem skógur hefur verið ruddur eða þar sem skógareldar hafa geysað. Það er botngróður í skógum.
Heimildir
breytaTilvísanir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Mánaklungur.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Rubus parviflorus.