Listi yfir hátíðardaga íslensku þjóðkirkjunnar

Listi yfir hátíðardaga Íslensku Þjóðkirkjunnar, það er þeir dagar sem marka kirkjuár hennar.

KirkjuáriðBreyta

Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu, öðru nafni jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Fer það eftir því hve margir sunnudagar líða til Jóla, en aðventan inniheldur alltaf fjóra sunnudaga. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á afar skipulegan hátt í guðsþjónustum.

Kirkjuárið skiptist í tvö misseri. Hátíðamisserið svokallaða byrjar með aðventunni og lýkur með þrenningarhátíð (trinitatis). Hátíðalausa misserið byrjar viku síðar. Sunnudagar þess tímabils geta flestir orðið 27.

Hátíðardagatal íslensku ÞjóðkirkjunnarBreyta

 • Aðventa: Guð kemur til okkar - við væntum hans í trú.
 • Jól: Guð varð mannsbarn - okkur til bjargar.
 • Nýár: Guð leiðir okkur á nýju ári. Hans ár fá engan endi.
 • Þrettándi: Jesús Kristur birtist sem lausn og frelsun allra þjóða.
 • Langafasta: Jesús þjáist og deyr heiminum til lífs.
 • Páskar: Jesús Kristur sigrar dauðann.
 • Uppstigning: Jesús Kristur ríkir með Guði og biður fyrir okkur.
 • Hvítasunna: Andi Guðs lífgar og ummyndar lífið allt.
 • Þrenningarhátíð (Trinitatis): Við tilbiðjum Guð, föður, son og heilagan anda.
 • Tíminn eftir trinitatis: Tími kirkjunnar, vaxtar og þroska í trú.
 • Lok kirkjuárs: Allt er hverfult - en við væntum nýs himins og nýrrar jarðar þar sem vilji Guðs er og ræður.

TenglarBreyta