Listi yfir afskriftir fyrirtækja í kjölfar efnahagshrunsins 2008

Þetta er listi yfir afskriftir fyrirtækja í kjölfar efnahagshrunsins 2008: Tekið er fram hvaða fyrirtæki fékk afskriftirnar (debt write-off) - hversu háar þær voru og hvenær þær fóru fram og hvaða banki afskrifaði.

Hafa ber í huga að afskriftir skulda fyrirtækja eru á kostnað bankanna og kröfuhafa þeirra. Þær eru ekki greiddar af skattborgurum eða almenningi. [1]

Í svörum efnahags- og viðskiptaráðherra, Árna Páls Árnasonar, við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar á Alþingi 2011 kom fram að afskriftir til fyrirtækja og hlutafélaga námu 480 milljörðum króna af alls 503 milljarða afskriftum lána í bankakerfinu á árunum 2009 og 2010. [2] [3]

Afskriftir íslenskra fyrirtækja

breyta
Aðili Upphæð Dags ATH Tengd Fyrirtæki
Bakkabræður (Lýður og Ágúst Guðmundssynir) 170 milljarða 2008-2012 Ágúst og Lýður Guðmundssynir, gjarnan kenndir við Bakkavör, fengu að minnsta kosti um 170 milljarða króna afskrifaða hjá Kaupþingi og Arion banka eftir hrunið 2008.[4] Kaupþing (Arion banki)
BG Holding ehf (dótturfélag Baugs Group hf) 130 milljarða 2009-2016 Félagið var að mestu í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Það átti meðal annars hlut í verslunarkeðjunum Hamleys, Iceland, House of Frazer og Goldsmiths á Bretlandi. [5] Landsbankinn
Saxhóll og Bygg 100 milljarða (Áætlað) 2011 Verktakafyrirtækið Bygg er í eigu Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Héðinssonar og Saxhóll fjárfestingarfélagi Nóatúnsfjölskyldunnar. Eigendur Byggs og Saxhóls áttu í samstarfi í hinum ýmsu fyrirtækjum á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið. [6] Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki
Björgólfur Guðmundsson 96 milljarða 2012 Björgólfur Guðmundsson er sá einstaklingur sem mestar hefur fengið afskriftirnar. [7] [8]
Félög tengd Karli Wernerssyni 90 milljarða (Áætlað) 2012 Hér er m.a. um að ræða Milestone. [9] [10]
Fjárfestingafélagið Kjalar 64 milljarða 2011 Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip og S-hópinn, gerði samning við Arion banka upp á 64 milljarða króna afskriftir af skuldum fjárfestingarfélagsins Kjalars. [11] Viðskiptablaðið talar um 77 miljarða afskriftir. [12] [13] Arion banki
Eignarhaldsfélagið Nordic Partners 60 milljarða 2012 Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss er nú búsettur í Lettlandi. Þar sinnir hann rekstri á eignum sem áður heyrðu undir Nordic Partners, félag sem fjárfestirinn Gísli Þór Reynisson átti að stærstum hluta en hann lést árið 2009. [14] Landsbankinn
Fjárfestingafélagið Gift 57 milljarða 2013 Gift var í eigu Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. [15]
Magnús Kristinsson 50 milljarða 2010 Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, fékk stóran hluta af tæplega 50 milljarða króna skuld eignarhaldsfélaga hans afskrifaðan eftir að hann samdi við skilanefnd Landsbankans. [16]

Afskrifa þurfti einnig rúmlega 778,5 milljóna kröfur á hendur Mótormax ehf. í eigu Magnúsar. (Sjá Mótormax-dómurinn) [17]

Landsbankinn
Eignarhaldsfélagið Teymi hf. ~50 milljarða 2009 Vodafone og ýmis tölvufyrirtæki heyrðu undir Teymi. Félagið hafi síðan verið skipt niður í Skýrr og Vodafone, nú Advania og Vodafone. Teymi hét áður Dagsbrún og um tíma Kögun. [18] [19]
Actavis 43 milljarða 2012 Þýski bankinn Deutsche Bank þurfti að afskrifa 257 milljónir evra, 43 milljarða króna, vegna Actavis á fyrsta ársfjórðungi 2012. [20] [21] Deutsche Bank
Eignarhaldsfélagið Svartháfur 38 milljarða 2011 Eignarhaldsfélagið Svartháfur afskrifaði rúmlega 38 milljarða króna lán til eignarhaldsfélaganna Racon Holding AB og Földungs, áður Vafnings. Félagið fékk 200 milljóna evra lán frá Glitni í ársbyrjun 2008 og endurlánaði peningana strax aftur til dótturfélaga Milestone, Racon og Vafnings. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom að Vafningsfléttunni í febrúar 2008 þegar hann veðsetti hlutabréf í Vafningi sem voru í eigu skyldmenna hans – faðir Bjarna og föðurbróðir áttu Þátt International með Wernersbræðrum. [22]
Fjárfestingafélagið Unity Investments ehf. 37 milljarðar 2013 Félagið var í eigu Baugs Group, FL Group og breska kaupsýslumannsins Kevin Stanford. ­Skráðir stjórnarmenn í félaginu samkvæmt ársreikningnum voru þeir ­Jón ­Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, og Stefán Hilmar Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs. [23]
Verslunarfélagið Hagar hf. milli 35 og 40 milljarða 2011 Heildarupphæð afskrifta Arion banka árið 2011 vegna viðskipta hans við Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskyldu varðandi verslunarfélagið Haga nam milli 35 og 40 milljörðum króna. [24] Arion banki
Umtak, fasteignafélag olíufélagsins N1 um 20 milljarða 2012 Umtak var hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu N1 sem var yfirtekið af kröfuhöfum olíufélagsins í fyrra en félagið hélt utan um eignarhald á öllum fasteignum olíufélagsins. Eigandi Umtaks núna er Arion banki. [25]
Guðmundur Kristjánsson 20 milljarða 2011 Landsbankinn nýi - Ath. Guðmundur er útgerðarmaður, oft kenndur við Brim. [26]
Íslenskir aðalverktakar ehf/Drög ehf 20 miljarða 2011 Meðal eigenda Draga, móðurfélags ÍAV voru forstjórar þess, þeir Karl Þráinsson og Gunnar Sverrisson. Drög var tekið til gjaldþrotaskipta þann 17. nóvember 2011. [27] Landsbankinn nýi
Stím 20 milljarða 2010 Jakob Valgeir Flosason er eigandi Stíms. [28] [29] [30] [31] Landsbankinn nýi
Eignarhaldsfélagið Salt Investments 15, 5 milljarða 2011 Eignarhaldsfélag Róberts Wessmann. [32] Glitnir
Höfðatorg ehf 15 milljarða 2011 Skuldir Höfðatorgs ehf. voru felldar niður um 15 milljarða við endurskipulagningu félagsins. [33]
Eignarhaldsfélagið EO ehf. 11,7 milljarða 2011 Eignarhaldsfélagið hét áður Oddaflug. Það skuldaði 11,7 milljarða í lok árs 2009 en átti eignir fyrir um 86 þúsund krónur. EO ehf. er dótturfélag FI Fjárfestinga sem er alfarið í eigu Hannesar Smárasonar og hélt einnig um eign hans í FL Group. [34]
k08/Ingvar Vilhjálmsson ehf. 8 milljarða 2012 Ath. þrotabú eignalauss félags Ingvars Vilhjálmssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Kaupþings. Kröfur í félagið k08 ehf. námu tæplega 8 milljörðum króna. [35] Kaupþing
Eignarhaldsfélagið Sævarhöfði og Fasteignafélagið Sævarhöfði/félög í eigu eigenda fjárfestingarfélagsins Sunds 7,5 milljarða 2012 Ath. Félögin voru í eigu Kristins Þórs Geirssonar og Sunds sem aftur var í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, sonar hennar Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur. [36]
Þorgeir Baldursson/Kvos 5 milljarða 2015 Kvos er aðaleigandi prentsmiðjunnar Odda. [37] Gömlu hluthafar Kvosar og Odda (m.a. Þorgeir Baldursson) eignuðust síðan fyrirtækið aftur eftir skuldaafskriftirnar hjá Arion banka og Landsbankanum. [38] Landsbankinn,Arion banki.
EM 13 ehf. 4,3 milljarðar 2013 Félagið EM 13 er kannski betur þekkt sem BNT hf. fyrrverandi móðurfélag N1. Talsvert var fjallað um félagið BNT í fjöllmiðlum, sér í lagi vegna aðkomu félagsins að Vafningsfléttunni svokölluðu. [39]
Runns , Runns 2 og Sólstafir 4,3 milljarða 2009 félög í eigu Þorsteins Jónssonar og Magnúsar Ármanns, en rúmlega 4.3 milljarðar af rúmlega 4.7 milljarða skuldum þeirra við Byr voru færðir á afskriftarreikning. [40] Byr
Árdegi hf. 4,1 milljarð 2013 Árdegi hf. var umsvifamikið í verslanarekstri á árunum fyrir hrun og átti meðal annars á einhverjum tímapunkti, beint og óbeint, verslanir BT, Skífuna, Next, Noa Noa, Sony Center og Merlin verslunarkeðjuna í Danmörku. [41] Landsbankinn
Bílaumboðið Brimborg 4 milljarðar 2010 Skuldirnar sem afskrifaðar voru námu 58 prósentum af heildarskuldum fyrirtækisins. [42]
Eignarhaldsfélagið Fikt ehf/FS7 3,7 til 5 milljarða 2010 FS7 var einkahlutafélag Finns Ingólfssonar og hélt meðal annars utan um hlut hans í Icelandair. Eignarhaldsfélagið Fikt ehf. hélt utan um hlut hans í FS7. Félagið skuldaði meira en 4 milljarða króna sem líklega ekkert fékkst nokkuð upp í. [43] [44] [45]
 • Eignarhaldsfélagið Bergið ehf. - 3,8 milljarða - 2012 - Ath. Eigendur félagsins voru Steinþór Jónsson, athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jónmundur Guðmarsson, núverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. [47]
 • Einkahlutafélagið 7 hægri ehf. - 2 milljarða - 2012 - Ath. Einkahlutafélagið var í eigu Kristjáns Arasonar. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í desember árið 2010 og er skiptum nú lokið. [57]
 • Rekstrarfélag pítsukeðjunnar Domino's - 1,5 milljarða - 2012 - Landsbankinn - Ath. Landsbankinn afskrifaði nærri 1.500 milljónir króna af skuldum rekstrarfélags pítsukeðjunnar Domino's á Íslandi í fyrra þegar það var selt til fjárfestisins Birgis Bieltvedts. Domino's var í eigu útgerðarmannsins og fjárfestisins ­Magnúsar Kristinssonar fyrir hrunið 2008 og námu skuldir félagsins rúmlega 1.820 milljónum í lok árs 2010. [60]
 • Eignarhaldsfélagið AB 154 ehf. - 1, 3 milljarða - 2013 - Íslandsbanki - Ath. Félagið var í eigu framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, Vilhelms Más Þorsteinssonar. Félag var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness þann 8. nóvember 2012. Engar eignir fundust í þrotabúinu. [61]
 • Axel ehf. áður Katla Seafood - 1,3 milljarða - 2012 - Ath. Félagið, dótturfyrirtæki Samherja var upphaflega stofnað til að kaupa Afríkuútgerð Sjólaskipa á vormánuðum 2007. [62] Samherjar gáfu út tilkynningu nokkru síðar og sögðu fréttina ranga. [63]
 • Rekstrarfélag 10-11 - 1 milljarð - 2011 - Arion banki - Ath. Í skýringum með ársreikningum fyrirtæksins kemur fram að Arion banki hafi breytt kröfu á hendur félaginu upp á nærri 1.300 milljónir króna í hlutafé að nafnverði nærri 130 milljónir króna. [65]
 • Eignarhaldsfélagið B-17 - 952 milljónir - 2012 - Ath. Félagið hélt um eignarhluti Brynjólfs Bjarnasonar í Existu og skuldaði um 1,5 milljarða í árslok 2009. Ekkert fékkst upp í kröfur. Brynjólfur var forstjóri Símans og Skipta á árunum 2002-2010. [68] [69]
 • Vídeóleigan Bónusvídeó í Lágmúla - 844 milljónir - 2012 - Ath. Vídeóleigan skuldaði tæplega 850 milljónir króna þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Fundust engar eignir upp í kröfurnar, sem námu nákvæmlega 844.821.872 krónum. [71]
 • Eignarhaldsfélagið Varnagli - um 800 milljónir - 2012 - Ath. Eignarhaldsfélagið Varnagli var í eigu Tryggva Þórs Herbertssonar þingmanns. Félagið skuldaði rúmar 800 milljónir króna og átti nánast engar eignir á móti þessum skuldum – tæpar 400 þúsund krónur. [73]
 • Eignarhaldsfélagið Kex ehf. - 650 milljónir - 2012 - Landsbankinn nýi - Ath. Eignarhaldfélag var í eigu Eggerts Magnússonar. Eggert var viðskiptafélagi Björgólfs Guðmundssonar þegar þeir keyptu West Ham United. [76]
 • C22 - 600 milljónir - 2010 - Íslandsbanki - 2010 - Ath. Þorgils Óttar Mathiesen tók 600 milljóna kúlulán til hlutabréfakaupa við starfslok sín sem forstjóri Sjóvá. Lánið var veitt til kaupa á hlutabréfum í fasteignafyrirtækinu Klasa ehf. sem Þorgils tók við stjórn á í kjölfarið. Hlutabréfin fóru inn í félagið C22 en er skiptameðferð lauk fengust tvær milljónir króna upp í kröfur. [77]
 • Sláturfélag Suðurlands - 565 milljónir - 2010 - Arion banki - ATh. Í ársreikningi Sláturfélagsins (SS) árið 2010 kemur fram að verðbætur og gengistap lána að andvirði 565 milljónir króna hafa verið felldar niður. [79]
 • Næstu aldamót ehf. (Rekstrarfélag Bang & Olufsen) - 373 milljónir - 2012 - Ath. Eigendur félagsins voru þeir Óskar Tómasson, sem jafnframt var forstjóri verslunarinnar, en hann átti 40 prósenta eignarhlut, Bjarni Óskarsson, sem einnig átti 40 prósenta eignarhlut, og eignarhaldsfélagið Laugaból sem meðal annars var í eigu Guðmundar Birgissonar, sem kenndur er við bæinn Núpa í Ölfusi. [81]
 • Skartgripaverslunin Leonard - 312 miljónir - 2010 - ATh. Skartgripa- og úraverslunin Leonard var tekið til gjaldþrotaskipta sumarið 2010. Skuldir félagsins námu 312 milljónum króna og fékkst ekkert upp í þær kröfur. Eigendur eru Sævar Jónsson og Helga Danielsdóttir. [82]
 • Geirmundartindur ehf. - 281 milljón - 2013 - Íslandsbanki - Ath. núverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Íslandsbanka, Elmar Svavarsson fékk 171 milljón króna kúlulán hjá Glitni í gegnum félagið Geirmundartind ehf. til þess að kaupa hlutabréf í bankanum í maí 2008. [83]
 • Eignarhaldsfélagið Blikavöllur 3 - 280 milljónir - 2012 - Sparisjóður Keflavíkur - Ath. Blikavöllur 3 ehf. var að fullu í eigu Fasteignafélags Suðurnesja ehf., það félag er svo aftur í eigu Sparisjóðabanka Íslands (40%), félagsins Heiðarbúar ehf. (40%) og Sparisjóðsins í Keflavík (20%). Félagið Heiðarbúa ehf., áttu þeir Steinþór Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og stjórnarmaður í Sparisjóði Keflavíkur, og athafnamaðurinn Sverrir Sverrisson. Dótturfélag þess, Fasteignafélag Suðurnesja, stofnaði Steinþór og var að auki fyrsti stjórnarmaður félagsins. [84]
 • Fasteignafélags Suðurnesja ehf. - 246 milljónir - 2013 - Ath. Félagið var í eigu Sparisjóðabanka Íslands, Steinþórs Jónssonar, Sverris Sverrissonar og ­Sparisjóðsins í Keflavík. [86]
 • Sævar Jónsson - 232 miljón - 2012 - Ath. Engar eignir voru til upp í rúmlega 232 milljóna króna kröfur í persónulegt gjaldþrot Sævars, sem er venjulega kenndur við skartgripa- og úraverslunina Leonard. [87]
 • Eignarhaldsfélagið SJE ehf. - 180 milljónir - 2012 - Ath. SJE ehf. var eignarhaldsfélag Steinþórs Jónssonar, athafnamanns og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. [88]

Getgátur

breyta
 • Þorsteinn M. Jónsson - 2009 - Kaupþing - Ath. Samkvæmt lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 skulduðu Vífilfell og félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar Kaupþingi, nú Arion Banka, alls 73 milljónir evra, eða jafnvirði rúmlega 11 milljarða króna. Þar af voru skuldir tveggja félaga Þorsteins, Sólstafa ehf. og Stuðlaháls ehf. alls 57 milljónir evra, eða jafnvirði um níu milljarða króna. [89]
 • Eignarhaldsfélagið Fasteignir - 2011 - Glitnir - Ath. Samkvæmt ársreikningi Fasteignar tapaði félagið 1,3 milljörðum árið 2010 þrátt fyrir tekjur það ár upp á 2,5 milljarða. Heildarskuldir í lok síðasta árs námu 44,5 milljörðum. [90]
 • Hnotskurn - Íslandsbanki - 2010 - Ath. Katrín Pálsdóttir, forstjóri Lýsis, átti eignarhaldsfélagið Hnotskurn ásamt Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, fjárhaldsmanni Guðbjargar Matthíasdóttur í Vestmannaeyjum. Félagið er talið hafa þurft að semja um 2.800 milljóna króna skuld. Eignir félagsins voru hins vegar innan við 10 prósent af skuldum þess eða um 244 milljónir króna sem eru fasteignir og lóðir. [91]
 • Halli ÍS - Landsbankinn - 2011 - Ath. Halli ÍS var í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar og fjölskylda hans eiga ásamt Hraðfrystihúsi Gunnvarar. Í ársreikningum frá árinu 2009 kom fram að skuldir félagsins voru tæplega tveir milljarðar, þar af var hálfur milljarður í vanskilum. [92] [93]
 • S-14 og H-60 - 782,2 milljónir (skulduðu 436 milljónir í SpKef) - Ath. Félög í eigu Birgis Þórs Runólfssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarmaður í SpKef og eiginkonu hans Guðlaugar Matthíasdóttur. [94] [95]
 • Tónlistarveitan Gogoyoko - 2013 - Í skýrslu stjórnar í ársreikningi fyrir árið 2011 þá var Gogoyoko ekki rekstrarhæft í árslok 2011. Heildarskuldir félagsins voru þá 171,3 milljónir króna og eigið fé neikvætt um 84,1 milljón króna. Farið var í afskriftir og hlutafjárbreytingar. [96]
 • Einkahlutafélagið Lambi ehf. - 2009 - Einkahlutafélag í eigu Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Skipta. Skuldaði 700 milljónir króna í árslok 2007. Skuldirnar gætu hæglega verið um eða yfir milljarður króna hafi þær verið í erlendum gjaldmiðlum. Brynjólfur var forstjóri Símans og Skipta á árunum 2002-2010. [97]
 • Eignarhaldsfélagið AB Stoð ehf. - 2011 - Ath. Félagið var í eigu Stefáns Hilmarssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs og núverandi fjármálastjóra 365. AB Stoð skuldaði nærri 307 milljónir króna samkvæmt síðasta opinbera ársreikningi félagsins, fyrir árið 2008. Skuldin var nær öll við ótilgreinda lánastofnun. [98]
 • Lindberg - MP banki og Icebank - 2010 - Ath. Félagið var í eigu Ólafs Garðarssonar, Icebank, Magnúsar Jónatanssonar og eignarhaldsfélagsins Grettisstiklna. Lindberg keypti tugi fasteigna í Örfirisey í lok árs 2006 og byrjun árs 2007 fyrir um þrjá milljarða króna. Afskrifa þurfti líklega stóran hluta af kröfunum á hendur félaginu því eignir þess voru töluvert minni en skuldirnar. [99]
 • Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Express - 2013 - Ath. Samkvæmt heimildum námu kröfur í félagið hundruðum milljóna króna. [100]

Eitt og annað

breyta
 • Árið 2011 sagði Rúv frá því að fimmtíu fyrirtæki höfðu fengið meira en milljarð afskrifaðan frá hruni, samtals 550 milljarða. [101]
 • Árið 2011 hafði íslenska Ríkið afskrifað 192 milljarða króna skuldir fjármálafyrirtækja. [102]
 • Árið 2012 höfðu skuldir íslenskra fyrirtækja, auðmanna og heimilanna í landinu verið felldar niður um nærri 750 milljarða króna frá hruni. [103]
 • Fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fyrirgreiðslu við fjármálafyrirtæki að heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík hafi verið um 25 milljarða króna. [104]
 • Þýskir bankar töpuðu langmestu á Íslendingum miðað við höfðatölu landsmanna í þeim ríkjum sem þeir lánuðu hvað mest til á árunum fyrir hrun. Heildartap þýskra fjármálafyrirtækja vegna lánveitinga til íslenskra banka nemur 21 milljarði dollara eða samtals rúmlega 2.730 milljörðum íslenskra króna. [105]

Tilvísanir

breyta
 1. „Afskriftir og (ó)réttlæti; grein af Eyjan.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. janúar 2013. Sótt 15. apríl 2013.
 2. Svar efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um afskriftir í fjármálakerfinu; af Alþingi.is 2011
 3. „Fyrirtæki fengu 480 af 503 milljarða afskriftum. Afskriftir eignarhaldsfélaga 345 milljarðar?; grein af Eyjunni.pressunni.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. júní 2016. Sótt 15. mars 2013.
 4. Bræðurnir hafa fengið 170 milljarða afskriftir; grein af Dv.is 2012[óvirkur tengill]
 5. Eignarlaust Baugsfélag í 130 milljarða gjaldþroti; grein á Vísi.is
 6. „Eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar; grein af DV.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. maí 2013. Sótt 18. mars 2013.
 7. „Enginn fengið eins mikið afskrifað og Björgólfur; grein af VB.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. október 2012. Sótt 18. mars 2013.
 8. „Afskriftakóngar Íslands; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júlí 2012. Sótt 22. júlí 2012.
 9. „Afskriftakóngar Íslands; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júlí 2012. Sótt 22. júlí 2012.
 10. „19 milljarða skuld Vafnings og Milestone afskrifuð; grein af Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2012. Sótt 15. mars 2013.
 11. „64 milljarða afskrift Ólafs gerir fólk á Íslandi brjálað af reiði - Lifir í vellystingum en fólk skuldar; grein af Pressunni.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. febrúar 2012. Sótt 18. mars 2013.
 12. „Ólafur í Samskipum fagnar skuldasátt með hrossakaupum; grein af Vb.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. febrúar 2012. Sótt 18. mars 2013.
 13. „Afskrifuðu 12 milljarða hjá Nóatúnssystkinum; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. apríl 2013. Sótt 18. mars 2013.
 14. „60 milljarða afskriftir hjá Nordic Partners; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2012. Sótt 20. mars 2013.
 15. „Afskrifuðu rúma 57 milljarða hjá Gift; grein af Dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. apríl 2013. Sótt 18. mars 2013.
 16. „Afskriftir auðmanna; grein af Dv.is 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. janúar 2012. Sótt 1. ágúst 2011.
 17. „778 milljóna kröfur afskrifaðar; grein af dv.is 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. janúar 2013. Sótt 18. mars 2013.
 18. Teymi: Horfir í 30 milljarða króna afskrift skulda; grein af Vb.is 2009[óvirkur tengill]
 19. Ójöfn staða vegna afskrifta; grein af Mbl.is 2013
 20. Afskrifar 43 milljarða vegna Actavis; grein af mbl.is 2012
 21. „Afskriftir óhjákvæmilegar hjá Björgólfi Thor; grein af Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. janúar 2012. Sótt 18. mars 2013.
 22. „Afskrifa 38 milljarða af Glitnisláni Svartháfs; grein af DV.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. desember 2011. Sótt 15. mars 2013.
 23. „Ekki króna upp í kröfur á Baugs­fé­lag. - 37 milljarða gjaldþrot Unity Investments; grein af Dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. mars 2013. Sótt 20. mars 2013.
 24. „Ljóst að Arion afskrifar um 40 milljarða vegna viðskipta við Jón Ásgeir og fjölskyldu; grein af Eyjunni.pressunni.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. júní 2016. Sótt 27. mars 2013.
 25. „Afskrifðu 20 milljarða hjá dótturfélagi N1; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. nóvember 2012. Sótt 18. mars 2013.
 26. „Guðmundur í Brimi fær 20 milljarða afskriftir en heldur hlutabréfum; grein af Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júní 2012. Sótt 1. ágúst 2011.
 27. „20 milljarða afskriftir hjá Íslenskum aðalverktökum; grein af Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. janúar 2012. Sótt 18. mars 2013.
 28. „Fékk milljarðs króna fyrirgreiðslu til kvótakaupa eftir milljarða afskriftir; grein af Eyjunni.pressunni.is 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. október 2015. Sótt 22. júlí 2012.
 29. Hvað verður nú um Jakob Valgeir og börnin?; grein af Smugunni.is 2012
 30. Jakob Valgeir í Stím fær milljarð hjá Landsbanka þrátt fyrir milljarðaafskriftir; umfjöllun Kastljóss, af youtube.com 2010
 31. „Afskrifa meira en milljarð hjá Jakobi; grein í Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. október 2012. Sótt 18. mars 2013.
 32. Afskrifa milljarða skuld hjá Róbert; grein af DV.is 2011[óvirkur tengill]
 33. „Skuldir felldar niður um 15 milljarða; grein af Vb.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2013. Sótt 21. mars 2013.
 34. „Félag Hannesar Smárasonar í bullandi mínus; grein í Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. maí 2011. Sótt 27. mars 2013.
 35. „8 milljarða kúlulánaskuldir Ingvars afskrifaðar; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. febrúar 2012. Sótt 15. mars 2013.
 36. „Afskrifa milljarða hjá Sundurunum; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. janúar 2012. Sótt 18. mars 2013.
 37. „Fékk milljarða afskrifaða og kaupir Plastprent; grein af Vb.is 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2012. Sótt 23. júlí 2012.
 38. „Eignast Odda aftur eftir fimm milljarða afskriftir; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. apríl 2012. Sótt 18. mars 2013.
 39. „Milljarðaafskriftir vegna gjaldþrots BN; grein af Dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. janúar 2013. Sótt 18. mars 2013.
 40. Byr afskrifaði milljarða 2009; grein af Dv.is 2011[óvirkur tengill]
 41. „Milljarðagjaldþrot fyrrverandi verslana­risa. - Skiptum lokið á þrotabúi Árdegis hf.; grein af Dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. janúar 2013. Sótt 18. mars 2013.
 42. Fjórir milljarðar afskrifaðir hjá Brimborg; grein af Vísi.is 2011
 43. „Afskrifað hjá Finni í skugga milljarða eign; grein af Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. janúar 2012. Sótt 18. mars 2013.
 44. Milljarða skuld Finns líklega afskrifuð; af Vísi.is 2010[óvirkur tengill]
 45. „Afskrifar fimm milljarða hjá félagi Finns; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2012. Sótt 18. mars 2013.
 46. „Risagjaldþrot hjá félagi skattakóngs; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. ágúst 2012. Sótt 18. mars 2013.
 47. „Afskrifa milljarða hjá Steinþóri og Jónmundi -Sparisjóðirnir veittu Berginu lán til hlutabréfakaupa; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. ágúst 2013. Sótt 18. mars 2013.
 48. „Milljarða afskriftir Péturs; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. janúar 2012. Sótt 18. mars 2013.
 49. „Þriggja milljarða afskriftir hjá Magnúsi Ármann; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. febrúar 2012. Sótt 18. mars 2013.
 50. Íslandsbanki og Landsbanki afskrifa um 3 milljarða vegna Árvakurs; grein af Vísi.is 2008[óvirkur tengill]
 51. Mogginn losnar við einn milljarð; grein af dv.is 2012[óvirkur tengill]
 52. „Viðmiðin sveigð vegna Árvakurs; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júlí 2012. Sótt 18. mars 2013.
 53. „Stjórnarformaður 66°norður fékk þrjá milljarða afskrifaða; grein af Dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. apríl 2013. Sótt 30. mars 2013.
 54. Fyrirtæki tengd landbúnaði fá skuldir felldar niður; grein af Vb.is 2011[óvirkur tengill]
 55. „Milljarðagjaldþrot hjá Finni Ingólfssyni; grein af Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. janúar 2012. Sótt 18. mars 2013.
 56. „2,6 milljarðar afskrifaðir hjá Magnúsi Þorsteinssyni; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. september 2012. Sótt 15. mars 2013.
 57. „Tveir millj­arð­ar af­skrif­að­ir hjá fé­lag­i Kristj­áns. - Engar eignir fundust í félagi hans 7 hægri ehf.; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. desember 2012. Sótt 18. mars 2013.
 58. „Landsbanki afskrifar milljarða hjá Jakobi; grein af Dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. apríl 2013. Sótt 5. apríl 2013.
 59. „Af­skrif­a nærr­i 1.840 millj­ón­ir hjá Vot­a­berg­i; grein af dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. janúar 2013. Sótt 18. mars 2013.
 60. „Domino´s fékk 1500 milljóna afskrift; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. mars 2012. Sótt 21. mars 2013.
 61. „Íslandsbanki afskrifar kúlu­lán fram­kvæmda­stjóra; grein af Dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. mars 2013. Sótt 20. mars 2013.
 62. „Samherji fær 13 hundruð milljóna afskrift hjá Glitni; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. nóvember 2012. Sótt 18. mars 2013.
 63. Samherji hefur engar afskriftir fengið; grein af Samherji.is 2012[óvirkur tengill]
 64. „Íslensk fjarskiptaútrás endaði illa; grein af Dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. mars 2013. Sótt 18. mars 2013.
 65. „Rúmur milljarður afskrifaður; grein af Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. janúar 2012. Sótt 18. mars 2013.
 66. „Afskrifa milljarða hjá Guðmundi; grein af Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. janúar 2012. Sótt 18. mars 2013.
 67. Byr afskrifaði milljarða 2009; grein af Dv.is 2011[óvirkur tengill]
 68. „Nærri milljarðs kröfum lýst í félag Brynjólfs; grein af Vb.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. febrúar 2013. Sótt 21. mars 2013.
 69. „Þetta er ekki beint glæsilegur ferill“; grein af Dv.is 2012[óvirkur tengill]
 70. „Skilja eftir sig 900 milljóna skuldir - keyptu Sævar Karl árið 2007; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. nóvember 2012. Sótt 18. mars 2013.
 71. „Gjaldþrota Bónusvídeó með gríðarlegar skuldir; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. janúar 2013. Sótt 25. mars 2013.
 72. „Magnús fékk 826 milljóna afskrift; grein af Dv..is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. apríl 2013. Sótt 18. mars 2013.
 73. „Já ég er búinn að greiða þetta"; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. október 2012. Sótt 18. mars 2013.
 74. Bjarni fær 800 milljónir afskrifaðar; af Vísi.is 2009
 75. „Afskrifa 730 milljóna skuldir hjá félagi Björns Inga; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. apríl 2012. Sótt 18. mars 2013.
 76. „Afskrifa 650 milljónir hjá Eggert; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2012. Sótt 22. júlí 2012.
 77. „Þorgils Óttar Mathiesen fær 600 milljónir króna afskrifaðar; af Eyjunni.is 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. nóvember 2010. Sótt 12. nóvember 2010.
 78. „593 milljóna afskrift hjá félagi Guðjóns í OZ; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. júní 2012. Sótt 18. mars 2013.
 79. Fyrirtæki tengd landbúnaði fá skuldir felldar niður; grein af Vb.is 2011[óvirkur tengill]
 80. „Þorvaldur sleppur við 462 milljónir; grein í Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. október 2013. Sótt 18. mars 2013.
 81. „Fá 373 milljóna afskrift; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2012. Sótt 18. mars 2013.
 82. „Eigandi Leonard skuldaði 230 milljónir; grein af Vb.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. nóvember 2012. Sótt 25. mars 2013.
 83. „Íslandsbanki afskrifar kúlulán Elmars; grein í Dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. mars 2013. Sótt 20. mars 2013.
 84. „Enn afskrifað hjá félögum Steinþórs; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júní 2012. Sótt 18. mars 2013.
 85. „Félag Pálma fékk 262 milljónir afskrifaðar; grein af Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. janúar 2012. Sótt 15. mars 2013.
 86. „Afskrifa 246 milljónir hjá félagi í eigu Steinþórs; grein af Dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. janúar 2013. Sótt 18. mars 2013.
 87. „Eigandi Leonard skuldaði 230 milljónir; grein af Vb.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. nóvember 2012. Sótt 25. mars 2013.
 88. 180 milljóna afskriftir bætast við milljarða; grein af Dv.is 2012[óvirkur tengill]
 89. Gera ekki kröfu um að Þorsteinn eigi Vífilfell áfram; grein af Vísi.is 2011
 90. „Afskrifa milljarða Fasteignar. Félaginu skipt upp í þrennt; grein af Eyjan.pressunni.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. júní 2016. Sótt 18. mars 2013.
 91. „Afskriftir auðmanna; grein af Dv.is 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. janúar 2012. Sótt 1. ágúst 2011.
 92. Kastljós: Óeðlilegar afskriftir Jakobs Valgeirs; grein af Dv.is 2011[óvirkur tengill]
 93. „Nefndi ekki hundruð milljóna afskriftirnar; grein af DV.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. maí 2012. Sótt 18. mars 2013.
 94. „Hjón skulda 436 milljónir í SpKef. - Félög dósents í hagfræði og konu hans skulda 782,2 milljónir umfram eignir; grein af Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. janúar 2013. Sótt 19. mars 2013.
 95. „Dósent við Háskóla Íslands sleppur við hálfan milljarð; grein af Dv.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. apríl 2013. Sótt 3. apríl 2013.
 96. „Afskriftir og hlutafjárbreyting hjá Gogoyoko; grein af Vb.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. janúar 2013. Sótt 20. mars 2013.
 97. „Skuldug geitarækt forstjórans í Arnarnesi; grein af Dv.is 2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. maí 2009. Sótt 21. mars 2013.
 98. „Félag Stefáns rekið í gjaldþrot; grein af Dv.is 2011“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. desember 2011. Sótt 25. mars 2013.
 99. „Ólafur og Magnús á bak við Besta; grein af Dv.is 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. maí 2010. Sótt 27. mars 2013.
 100. „Iceland Express er fimmta félag Pálma Haraldssonar tengt flugrekstri sem fer í gjaldþrot; grein af Vb.is 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. mars 2013. Sótt 29. mars 2013.
 101. Afskriftir fyrirtækja frá hruni; grein af Rúv.is 2011
 102. Ríkið hefur afskrifað 192 milljarða skuldir fjármálafyrirtækja; grein af Vísi.is 2011
 103. 750 milljarða skuldir felldar niður; grein af Ruv.is 2012
 104. „Þorvaldur sleppur við 462 milljónir; grein í Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. október 2013. Sótt 18. mars 2013.
 105. „Þjóðverjar töpuðu mest á Íslendingum; grein af Dv.is 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2012. Sótt 18. mars 2013.

Tenglar

breyta

Fjölmiðlar

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.