Lincolnhaf er hafsvæði í Norður-Íshafi á milli Kólumbíuhöfða í Kanada og Morris Jesup-höfða á Grænlandi. Norðurmörk hafsins eru skilgreind sem stórbaugslína milli höfðanna tveggja. Lincolnhaf er ísi lagt árið um kring en sjór rennur úr því inn í Robeson-sund sem er nyrsti hluti Naressunds milli Ellesmere-eyjar og Grænlands.

Kort sem sýnir Lincolnhaf

Hafið var nefnt eftir þáverandi stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna Robert Todd Lincoln.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.